miðvikudagur, júlí 30, 2008

Dagur 148 ár 4 (dagur 1608, færzla nr. 702):

Ógnvænleg frétt blasti við mér á forsíðu fréttablaðsins í morgun, þess efnis að stórhættuleg risahvönn æddi um götur Reykjavíkur og biti fólk. Kalla þurfti sérsveit lögreglu á svæðið, en allt fyrir ekkert:

Sérsveitin sveiflaði sér ofan af þaki og inn um glugga, henti nokkrum reyksprengjum og laumaðist fyrir vegg, en var þá ambúshuð af risahvönninni, sem spjó eitri og ofnæmisvaldandi frjói í vit þeirra.

Sem þýðir það að hryðjuverkaógnin hefur greiðari aðgang að ríkiskassanum en áður.

Allt í lagi, ég nennti ekki að lesa alla fréttina. Bara fyrirsögnina. Ég meina: þetta er hvönn! Hve hættuleg getur hún verið? Þetta er planta! Planta!

Næst ætla þessir asnar að segja okkur að Lúpínan sé að plotta eitthvað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli