fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Dagur 156 ár 4 (dagur 1616, færzla nr. 703):



Tími fyrir afslöppun.

Það er búið að vera ekkert nema hamagangur núna samfleitt alla vikuna, jafnvel lengur. Eftir það er gott að lyggja kjur og gera ekkert.

Það var gaman að þessu.

Einhver gæi auglýsti ferðir með hraðbát til Eyja. Í auglýsingunni var ekki gert ljóst nákvæmlega hvar hann lenti bátnum, sem orsakaði vandræði.

Þetta er allt sandur, það eru engin kennileiti þarna neinstaðar.

Ef maður ætlar að vera með svona, þá er gott að segja *hvar* maður hefur aðstöðu, svo þeir sem eru nógu ævintýragjarnir finni mann. Reisa flagg eða eitthvað.

Hátíðin sjálf fór fram á aðeins siðmenntaðari hátt en venjulega, fannst mér.

Kannski hafa uppvöðzluseggir ekki lengur efni á að koma til Eyja? Eða nokkuð?

Kannski er lögreglan byrjuð að bösta þessa gaura fyrir hátíðar. Sem er í sjálfu sér lítill vandi; bara finna einhverja ástæðu til að senda sérsveitina í heimsókn. (Því það þarf líka að nota sérsveitina, til að fólk fari ekki að halda að hún sé upp á punt, þó það sé reyndar málið.) Þeir eiga alltaf til lítilræði af dópi, og jafnvel smá þýfi. Svo er bara að setja þá í gæzluvarðhald í tvær vikur.

Málið leyst.

Kannski er það málið?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli