sunnudagur, september 30, 2012

Dagur 206 ár 8 (dagur 3127, færzla nr. 1140)
    Meira svona. Af hverju? Bara:
        Djöfull er þetta sniðugt þegar manni dettur ekkert í hug en finnur samt hjá sér þörf il að bæta við eins og einu bloggi. Og á eftir þarf nauðsynlega að vera svona:
            Þetta er úr School Rumble. Sem er einskonar sambland af Casablanca & Roadrunner. Með áherzlu á roadrunner.

            fimmtudagur, september 27, 2012

            Dagur 203 ár 8 (dagur 3124, færzla nr. 1139)
              Þetta er Che Guevara:
                  Che Guevara myrti fleiri en þessi maður:
                      Og hann gerði það yfir lengri tíma. Og hann hafði ekkert alltaf til þess neitt frábæra ástæðu.
                        Og Che var líka rekinn frá Afríku fyrir vegna þess að hann var svo mikill rasisti. En engum dettur í hug að minnast á þetta...
                          Svona virkar heimurinn á undarlegan hátt.

                          mánudagur, september 24, 2012

                          Dagur 200 ár 8 (dagur 3121, færzla nr. 1138)
                              Boito A-680. 12 ga, 3 tommu, 2 gikkir (hægt að skjóta úr báðum hlaupum samtímis). Magnaður hólkur.

                              sunnudagur, september 23, 2012

                              Dagur 199 ár 8 (dagur 3120, færzla nr. 1137)
                                Höfum smá músík:
                                    Fadades getur sprengt flugelda með andlitinu á sér.
                                        Onslaught. Gamaldags.
                                            Jonathan Coulton.
                                                Motorjesus. Vegna þess að Jesú rokkar. Amk gerir þessi Jesú það.

                                                miðvikudagur, september 19, 2012

                                                Dagur 195 ár 8 (dagur 3116, færzla nr. 1136)
                                                  Jæja, sá myndina sem hundurinn var í. Hundurinn brilleraði í hverri senu. Þetta var annars ágætis mynd, ef maður tekur henni ekki of alvarlega. þetta er jú "byggt á sannsögulegum atburðum," ekki meir.
                                                    Sannleiksgildið er, ja, meira en í venjulegum fréttatíma. Sem er ekki að segja mikið, fréttirnar verandi eins og þær eru. Reyndar ætti að standa fyrir hvern fréttatíma: "lauslega byggt á túlkun Reuters á sannsögulegum atburðum."
                                                      Raunsæið þvælist svolítið fyrir góðu drama. Kannski sem betur fer, ég held ekki að ég hefði þolað eitthvert karakterdrama um Sundlaug. Það hefði aldrei virkað hvort eð er - þar sem ég hef hitt gaurinn.
                                                        Þetta kom vel út, myndin líður hratt, er ekki full af langdregnum senum eins og oft vill brenna við í Íslenskum kvikmyndum almennt, tapar sér ekki í einhverri vitleysu. "Svona er þetta bara."
                                                          Þarna gaf að líta fullt af fólki sem ég kannaðist við. Guðni Gríms, td. Margir vinnufélagar líka. Myndin er nú beinlínis um einn...
                                                            Hmm.. hve margir vinnufélagar mínir eru leikarar? Alveg ofsalega margir. Og nú eru þarna tveir sem þykjast vera kvikmyndagerðarmenn. Kannski gera þeir eitthvað sniðugt í framtíðinni? Við getum bara vonað.

                                                            föstudagur, september 14, 2012

                                                            Dagur 190 ár 8 (dagur 3111, færzla nr. 1135)
                                                              Í gær fór ég að leika mér að skannanum, vegna þess að ég hafði tíma til þess:
                                                                  Ameríka.
                                                                      Þetta er einkverskonar verksmiðja.
                                                                          Týpískur þjóðvegur. Þetta er bara í aðra áttina.
                                                                              Hérna kemur pósturinn.
                                                                                  Reynir, Illugi, Siggi... man ekki hvað hann heitir.
                                                                                      Þarna erum við að tjilla í sófanum.
                                                                                          Illugi að slappa af. (Mér sýnist negatívan hafa farið rangt í tækið.)
                                                                                              Í skóginum.
                                                                                                  Að pósa í skóginum.
                                                                                                      Ég var þarna.
                                                                                                        Þetta var Ameríkuferð AD 2000.

                                                                                                        fimmtudagur, september 13, 2012

                                                                                                        Dagur 189 ár 8 (dagur 3110, færzla nr. 1134)
                                                                                                          Tók mynd af þessum krönum um daginn. Þeir voru að hífa niður nýtt skólprör. Mikil serimónia það.
                                                                                                              Og svo fer ég í bíó. Að sjá hundinn brillera í hlutverki sínu sem "hundur."
                                                                                                                  Sniðugt það. Öðlast dýrið þar mikla frægð eftir dauðann.
                                                                                                                    Hér er vídjó af Líf í snjónum:

                                                                                                                      sunnudagur, september 09, 2012

                                                                                                                      Dagur 185 ár 8 (dagur 3106, færzla nr. 1133)
                                                                                                                        Og annar þáttur af "Hæðumst að japönskum teiknimyndum því þær eru fullar af vafasömum atriðum," AKA AMV Hell:
                                                                                                                            Og hér er lokalagið úr japanskri teiknimyndaseríu sem heitir School rumble:
                                                                                                                                Hljómar eins og Burt Bacharach á gleðipillum... Japanir eru greinilega enn að nota árið 1968. Hmm... kannski get ég fengið það lánað þegar þeir eru búnir með það?

                                                                                                                                þriðjudagur, september 04, 2012

                                                                                                                                Dagur 180 ár 8 (dagur 3101, færzla nr. 1132)
                                                                                                                                  Það er langt um liðið síðan hér hefur verið sýnd kvikmynd. Svo við skulum bæta úr því:
                                                                                                                                    Treiler:
                                                                                                                                        El Gringo.
                                                                                                                                            Dredd.
                                                                                                                                                Hey, ekki allar vondar myndir eru gamlar.
                                                                                                                                                  En að kvikmynd kvöldsins. Sem er að þessu sinni "Phantom of the Opera" frá 1925.
                                                                                                                                                    Þessi mynd er ekki öll svarthvít - einhver hefur dundað sér við að lita hana, sennilege með vatnslitum - en bara fyrir miðju. Megnið af henni er enn svarthvítt.
                                                                                                                                                      Og hún er svolítið hæg - hún hefði ekki þurft að vera það, upprunalega bókin gengur ágætlega hratt svona oftast. Þessi hæga ganga myndarinnar hefur allt annað en góð áhrif á hana, og stundum virkar hún svolítið... rushed.
                                                                                                                                                        Já, bókin er betri, og hefur verið kvikmynduð betur síðar, en þetta er samt merkileg mynd vegna þess hver er í henni, og hvaða áhrif sá maður hefur haft á allt og alla sem á eftir koma.
                                                                                                                                                          Horfið og lærið:
                                                                                                                                                              Gæti verið betri, en hey... sjáið þennan gaur.