þriðjudagur, september 04, 2012

Dagur 180 ár 8 (dagur 3101, færzla nr. 1132)
    Það er langt um liðið síðan hér hefur verið sýnd kvikmynd. Svo við skulum bæta úr því:
      Treiler:
          El Gringo.
              Dredd.
                  Hey, ekki allar vondar myndir eru gamlar.
                    En að kvikmynd kvöldsins. Sem er að þessu sinni "Phantom of the Opera" frá 1925.
                      Þessi mynd er ekki öll svarthvít - einhver hefur dundað sér við að lita hana, sennilege með vatnslitum - en bara fyrir miðju. Megnið af henni er enn svarthvítt.
                        Og hún er svolítið hæg - hún hefði ekki þurft að vera það, upprunalega bókin gengur ágætlega hratt svona oftast. Þessi hæga ganga myndarinnar hefur allt annað en góð áhrif á hana, og stundum virkar hún svolítið... rushed.
                          Já, bókin er betri, og hefur verið kvikmynduð betur síðar, en þetta er samt merkileg mynd vegna þess hver er í henni, og hvaða áhrif sá maður hefur haft á allt og alla sem á eftir koma.
                            Horfið og lærið:
                                Gæti verið betri, en hey... sjáið þennan gaur.

                                Engin ummæli:

                                Skrifa ummæli