þriðjudagur, maí 11, 2004

Dagur 68:

Ég var að segja frá því þegar ég hitti fólkið í undirheimum Reykjavíkur:

Já, það var allt að horfa á sjónvarp, svo ég var ekkert að trufla það, heldur laumaðist um og skoðaði. Fólkið bjó allt í torfhlöðnum... ekki beint kofum, vegna þess að það var ekki þak, þar sem það var ekki nein úrkoma þarna neðanjarðar, en þetta voru samt veggir, einskonar básar eða eitthvað.

Það voru vegir, eða göngustígar á milli húsa, og um allt loft voru hangandi ljósaperur til að lýsa upp pleisið. Örugglega 2000 stykki, minnst. Raflínur héngu beint niður úr loftinu niður í básana sem liðið bjó í, og loftnetssnúra á móti, meðfram. Öll loftnetin lágu svo út um eitt sameiginlegt gat á loftinu. Einn af þessum dögum þarf ég að fara með GPS tæki þarna niður til að finna út hvar þetta loftnet kemur upp.

Eftir nokkra stund heyri ég umgang í mörgum hýbýlanna. Ég giska á að Leiðarljós hafi verið búið fyrir daginn, og liðið á ferðinni. Þar sem ég var nú óboðinn gestur áræddi ég ekki að láta sjá mig á ferli, svo ég rölti til baka, flýtti mér upp göngin, hljóp framhjá gufuvélunum, vakti með því aðeins of mikla athygli á mér, og fékk fylgdarlið að stiganum.

Ég skaust upp eins hratt og ég komst, með liðið á eftir mér, baulandi og urrandi, lokaði hleranum og velti yfir hann skjalaskáp sem vildi svo vel til að var þar hjá.

Svo rölti ég upp í anddyri aftur.

Og enn var ég ekki með eyðublaðið. Ég leit aðeins í kringum mig, hugsandi sem svo, að þetta merkis-eyðublað hlyti að vera þarna. Sem það reyndist vera. það voru þarna hillur fullar af þessu, í bunkum.

Ég þarf að muna eftir þessu næst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli