mánudagur, nóvember 28, 2005

Dagur 265 ár 2 (dagur 630, færzla nr. 340):

Er að farast úr svefnleysi. Allt vegna veikinda. Þetta á eftir að verða slæmt, ég veit það.

Fékk hálsbólgu um daginn, reyndi að redda því með tei. Það gerði það eitt að verkum að ég svaf nákvæmlega ekkert þá nóttina, og þegar ég loksins festi svefn vaknaði ég aftur vegna særinda í hálsi.

Svo fór nú hálsbólgan. Hún endist heldur aldrei lengi. Þá gat ég sleppt teinu. Svaf samt ekkert betur. Ég býst við að vera farinn að sjá ofsjónir innan skamms. Það fylgir þessu. Ekki kvefinu, heldur svefnleysinu.

Það að sofa ekkert og drekka lítið veldur þynnku, svo ég reyni að drekka sem mest. Það var til mikið gos. Áður en ég ákvað að drekka það allt. Næst á listanum er kókómjólk.

Og svo verð ég að taka frá eins og einn sólarhring til að sofa, því ég er að farast. Það gengur illa orðið að festa svefn í vinnunni.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Dagur 260 ár 2 (dagur 625, færzla nr. 339):

Ég held að eitthvað sé ekki eins og það á að vera.

Í morgun klukkan 8 vaknaði ég við að síminn var að hringja, sem er mikil plága. Ég náði ekki að svara, enda hálf sofandi, en það ver númer sem ég kannaðist ekki við. Ég tékkaði á því í símaskrá, og komst að því að þetta númer er ekki til.

Hvernig er þá hægt að hringja í mig úr því? Þarf að hringja í það á eftir og komast til botns í þessu.

Svo grunar mig að hotmailið sé eitthvað að bila hjá þeim. Þegar ég renndi augonum yfir ruslpóstinn, í leit að einhverju sem hefði kannski slysast þar inn eins og svo oft gerist, þá fann ég póst sem hafði verið sendur á addressuna "anna@hotmail.com", en eins og gleggri menn vita, þá er það alls ekkert ímeilið hjá mér.

Hvernig endaði það eiginlega í ruslinu hjá mér? Það hefði átt að enda í ruslinu hjá þessari Önnu.

En svona er þetta. Tæknin er geggjuð.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Dagur 259 ár 2 (dagur 624, færzla nr. 338):

Gullkindin verður afhent við hátíðlega athöfn í Ölveri þann 24. Munið þið mæta?

Merkilegt nokk, þá kannaðist ég betur við stöffið sem var tilnefnt til Gullkindarinner en þess sem var tilnefnt til Eddunnar. Samt, sömu bíómyndirnar teljast til þeirra bestu og þeirra verstu. Týpískt.

Íslendingar gera arfaslakar bíómyndir. Ég bendi ykkur bara á krapp eins og "Ingaló", "Nei er ekkert svar", "Blossi 856216 eða whatever" og ja... nokkurnevginn allt annað en Sódómu Rekjavík og "Hrafninn flýgur".

Og íslenskir sjónvarpsþættir... Plöh!

Það var náttúrulega góð tilraun þarna, "Réttur er settur", sem var snilld. Allt annað hefur hinsvegar verið rusl. Afhverju eru þeir einusinni að reyna að herma eftir amerískum grínþáttum með dósahlátri?

Maður kemur inn á bar. Barþjónninn segir:

"Ertu þyrstur?"



Maðurinn svarar:

"Nei, en ég gæti þegið einn bjór."



Fyndið.

Fréttir á stöð 2 hafa líka fengið á sig súrrealískan blæ eftir að þeir settu upp þennan glervegg. Nú getum við horft á fólk ráfa um eða spila kapal í bakgrunninum á meðan fréttamennirnir segja háalvarlegar fréttir af pólitíkusum sem segja ekkert í löngum bunum.

Hvenær fær Þulan á rúv svona glervegg til að standa fyrir framan? Hún getur verið með opið inn á smíðaverkstæði, og við getum horft á menn saga og bora á meðan þulan segir okkur hvað verður á dagskrá í kvöld. Gæti verið flott.

laugardagur, nóvember 19, 2005

Dagur 257 ár 2 (dagur 622, færzla nr. 337):



Það er kominn vetur, vissulega, ég get ekki mælt í mót því, þó það hafi komið tímabundið hlýindaskeið. Þessvegna set ég þessa mynd upp, því hún mynnir okkur á mikilvægi þess að vera með húfu.

Sko, 80% af öllu hitatapi líkamans fer fram upp um höfuðið.

***



Svo bakkaði álfurinn hún Kristín Bassa á bílinn minn. Gat ekki séð hann í friði. Afhverju var hún annars að snúa við þarna? Gat hún ekki bara bakkað út eins og allri aðrir?

Nei, því manneskjan kann ekki að keyra, komin vel yfir miðjan aldur. Kristín systir getur bakkað út, og það þó hún aki miklu breiðari bíl. Það veldur því að hún hefur hingað til bara bakkað á bíla sem voru ekki í minni eigu. Það finnst mér að sjálfsögðu muklu æskilegra.

Hún hefur lofað að láta laga þetta. Hef ekki hugmynd um hvort það gengur svo vel upp. Hvernig er Krsitján annars í lakkviðgerðum?

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Dagur 254 ár 2 (dagur 619, færzla nr. 336):

Áðan sá ég að löggan var búin að stoppa strætó. Ég velti fyrir mér hvort hann hefur verið á ólöglegum hraða. Kannski. Þetta er ekki eitthvað sem maður sér á hverjum degi.

Það er verið að tappa af ræsum hér og þar, og af því tlefni eru götur lokaðar. Og þar sem ekki má taka U-beygjur þar sem nauðsyn krefur gerir það manni afar erfitt að komast leiðar sinnar á löglegan hátt. Ekki eins og það sé ofsalega auðvelt fyrir.

En vegna allra þessara vegaframkvæmda fór ég um hinar mjög svo súrrealísku götur 101 svæðisins, og sá þá öll þessi 200 milljarða króna fúakofa sem allir eru svo hrifnir af. Mér sýndist á öllu að allt kapp hafi verið lagt á að undanförnu að smíða við þetta allt sem ljótastar viðbyggingar áður en húsfriðunarnefnd kemst í málið og þvingar fólk til að setja einfalt gler í alla glugga.

Þetta skil ég ekki. Og ég fæ heldur ekki skilið afhverju ekki hefur verið smíðað sæmilega útlítandi hús í RKV síðan 1872. Mig grunar að hér sé arkitektum um að kenna. Útlendir arkitektar eru greinilega bara svona miklu betri en Íslenskir. Nema þeir útlendu arkitektar sem hafa verið ráðnir af Íslenska ríkinu. Þeir eru slefandi móngólýtar eins og allir hinir.

Ég botna enn ekki í hvað þeir voru að hugsa með þessa hringbraut. Það sá það hver maður yfir meðalgreind (sem virðist á öllu vera einungis ég) áður en dótið var smíðað að það yrði til tómra vandræða. Þurfa öll þessi ljós að vera þarna? Afhverju er ekki hægt að komast til hægri með því að beygja til hægri?

Og hvað með allt þetta röfl um stokk? Það þarf engan stokk. Þetta lið getur bara hljóðeinangrað hjá sér kofana, og kennt sjálfu sér um þá heimskulegu hugmynd að kaupa íbúð við hliðina á meiriháttar umferðaræð.

Og nú er kalt. Það er flughált á stæðinu hér fyrir utan. Sem færir mig að öðru: Þetta stæði hér fyrir utan mætti alveg við því að vera á tveimur hæðum, líkt og þetta við kringluna. Hvernig væri það?

Það er of góð hugmynd til að vera framkvæmd.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Dagur 251 ár 2 (dagur 616, færzla nr. 335):

Þessar ritgerðir eru nú meiri plágan. Nú á ég að þurfa að hringja í fólk út af þeim. Vona að ég geti ímeilað í staðinn.

Á að vera 8.000-10.000 orð, ein. Það er fullt af blaðsíðum, verð viku að skrifa það. Eða öllu heldur, yrði í viku að skrifa það ef ég þyrfti ekki að vísa í nokkrar heimildir til þess að vera ekki bara eina heimildin, eins og einhver Platón.

Það má nefnilega ekki hegða sér þannig lengur, skilst mér. Fór úr tísku fyrir fjölmörgum árum, örugglega 12 hið minnsta.

En, ég mun hafa einhverjar vikur. Verð væntanlega skrifandi eitthvað yfir jólin.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Dagur 249 ár 2:

Það er ekkert nema rusl í sjónvarpinu. Nær allt íslenskt efni er rusl. Meira að segja fréttir eru óttalegt rusl.

Hvað er þetta með Írak? Ég skal segja ykkur það: það er replacement fyrir Ísrael/palestínu. Fullt af aröbum. Þeir eru allir sem einn þeir verstu bardagamenn sem sögur fara af.

Ég þarf að kíkja á kóraninn til að reyna að skilja hvað kemur til. Gyðingarnir eru góðir í þessu, en það er vegna þess að þeir eru líka góðir vinnumenn. Þessir sjálfsmorðsmenn eru bara morðingjar, ekki einu sinni mjög góðir morðingjar.

Það er nefnilega munur á morðingja og bardagamanni. Ef morðingi ræðst á þig með hníf er ekkert mál fyrir þig bara að berja hann niður og misþyrma honum, gefið að þú verðir var við hann í tæka tíð. Bardagamaður er annað. Holyfield er bardagamaður. Prinsinn er bardagamaður. Osama Bin Laden er morðingi sem býr í helli.

En aftur að efninu:

Ísrael/palestínudeilan var rusl sem við þurftum ekkert að vita um. Allt sem gerðist þar skifti heimsbyggðina engu máli.

Írak er svipað dæmi nú orðið. Það er voða gaman að sjá þessa vitleysingja þar sprengja steypubíla og allt það, en þetta er farið að verða aðeins of líkt palestínudæminu til að ég nenni að fylgjast með því að ráði.

Sem sag: rusl. Minna rusl en fréttir af kóngafólki og frægum performerum, en rusl samt. Fréttir af innlendum vetvangi eru ekkert betri.

Ég meina, hvað græðum við á viðtölum við fífl... ég meina gæjann sem vann prófkjör sjálfstæðisflokksins? Annað en það að nú vitum við að hann skammast sín fyrir að vera kallaður hægrimaður.

Þetta er í lagi, kall, ég veit að þú ert ekkert hægrimaður. Og ekki frjálslyndur heldur. Óþarfi að skammast sín svona.

Ef ekki hefði verið þessi sætauppröðun hefði Gísli unnið. En það var örugglega búið að lofa hinum gæjanum að hann yrði aðal.

Það er orðið enginn munur á samfylkingunni og sjálfstæðisflokknum. Muniði þegar það var munur?

Leftistar, allt saman.

***

Þegar ég hoppaði upp í bíl nú eldsnemma í morgun var hann allur þakinn þykku lagi af ís. Mig grunar einhvernvegin að það sé að koma vetur.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Dagur 248 ár 2 (dagur 613, færzla nr. 333):

Var að fá sent frá vísi svone eiðublað þar sem mér er boðið að kjósa hverjir eigi að vinna Edduverðlaunin.

Ég er mjög upp með mér, þar sem verðlaunin eru nú nefnd eftir mömmu, þó mótshaldarar ljúgi því að svo sé ekki.

Hitt er verra að ég hef ekki séð neinn af þeim þáttum sem ég á að leggja mat mitt á, og veit varla hverjir þessir leikarar eru heldur.

Því neyddist ég til að segja pass.

Hvað í andskotanum var "Reykjavíkurnætur"? Hvað er "Voksne mennesker"? Ég veit það ekki. Langar reyndar ekki að vita það, af langri og nokkuð uniformly slæmri reynzlu af íslenskri dagskrárgerð:

Ímyndið ykkur bara grátt andlit sem fyllur út í skjáinn, grátt og guggið, hrukkótt og ljótt kvenmannsandlit sem ygglir sig og segir eiithvað súrrealískt, eitthvað svartsýnislegt sem hefur samt ekkert rökrænt við sig.

Það, eða þrjá ófríða menn hlaupa um fáklædda.

Það er íslensk dagskrárgerð.

Ég er farinn út á leigu, takk fyrir.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Dagur 246 ár 2 (dagur 611, færzla nr. 332):

Það hefur hlýnað. Það var svosem ekkert merkilegt þetta frost sem var.

Svo var ég að komast að því að BA ritgerðin sem er ætlast til að ég skrifi gæti orðið styttri en ég bjóst við. Ég hélt hún etti að vera minnst 80 síður, að vísu með tvöföldu bili, en 80 síður eru 80 síður. Um 20-25000 orð, skildist mér. En samkvæmt tölvupósti sem ég fékk um daginn þarf þetta ekki að vera nema 20-30 síður. Það er strax miklu viðráðanlegra.

Það verður eiginlega að vera það úr því þeir ætla að láta mig byrja svone seint. Ég hefði verið í allan vetur bara að leita að ritvillum í 80 blaðsíðna ritgerð.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Dagur 242 ár 2 (dagur 607, færzla nr. 331):




Í fréttablaðinu um daginn sá ég að þeir voru að reikna hvað það kostaði á ári að reka bíl. Þeir fundu það út að það kostar um 6-700.000 á ári að reka smábíl, td Suzuki Swift eða Toyotu Yariz.

Mér þótti það miklum undrum sæta, því það kostar mig ekki nema lítið brot af þessu að reka minn jeppa. Svo ég skoðaði tölurnar aðeins:

Afskriftir: 173.000.

Það er meira en kostar að reka minn bíl á ári.

Dekk: man ekki en það var meira en 1K. Ég hef enn ekki þurft að kaupa ný dekk. Vírarnir standa ekki enn út.

Hver kaupir annars ný dekk einu sinni á ári? Hvaða fífl hegðar sér svoleiðis?

Tryggingar: 60.000.

ÞAð kostar minna að tryggja minn bíl. Amen!

Afborganir: alveg hrúga. 130-200.000 sennilega.

Ég keypti minn bíl beint, svo það eru engar afborganir. Hah!

Nei, ég borga sko engar 600.000 á ári fyrir bílinn. Og mig grunar sterklega að það væri hægt að reka minn bíl ansi lengi fyrir þann pening.

Ef þetta er það sem fólk er almennt að eyða í bílana sína (sem ég efast þó um, sumar tölurnar eru dularfullar) þá er þetta sama fólk eitthvað bilað.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Dagur 240 ár 2 (dagur 605, færzla nr. 330):

Það er engin reiknivél í forritinu hérna í hlöðunni. Það finnst mér afar skítt, svo hér með set ég link inná síðu þar sem er ekki bara ein reiknivél, heldur eins margar og hver normal maður þarf (þ.e. 1).

Reiknivél er til dæmis hægt að nota til að ýta á takka ef manni leiðist, og sjá tölurnar breytast á alla kanta þegar maður leggur þær saman, dregur frá eða margfaldar.

Að vísu var það miklu meira gaman þegar maður var 5 ára, en þá voru venjulegar reiknivélar miklar græjur á fjórum hæðum knúnar með bílrafhlöðum.