miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Dagur 254 ár 2 (dagur 619, færzla nr. 336):

Áðan sá ég að löggan var búin að stoppa strætó. Ég velti fyrir mér hvort hann hefur verið á ólöglegum hraða. Kannski. Þetta er ekki eitthvað sem maður sér á hverjum degi.

Það er verið að tappa af ræsum hér og þar, og af því tlefni eru götur lokaðar. Og þar sem ekki má taka U-beygjur þar sem nauðsyn krefur gerir það manni afar erfitt að komast leiðar sinnar á löglegan hátt. Ekki eins og það sé ofsalega auðvelt fyrir.

En vegna allra þessara vegaframkvæmda fór ég um hinar mjög svo súrrealísku götur 101 svæðisins, og sá þá öll þessi 200 milljarða króna fúakofa sem allir eru svo hrifnir af. Mér sýndist á öllu að allt kapp hafi verið lagt á að undanförnu að smíða við þetta allt sem ljótastar viðbyggingar áður en húsfriðunarnefnd kemst í málið og þvingar fólk til að setja einfalt gler í alla glugga.

Þetta skil ég ekki. Og ég fæ heldur ekki skilið afhverju ekki hefur verið smíðað sæmilega útlítandi hús í RKV síðan 1872. Mig grunar að hér sé arkitektum um að kenna. Útlendir arkitektar eru greinilega bara svona miklu betri en Íslenskir. Nema þeir útlendu arkitektar sem hafa verið ráðnir af Íslenska ríkinu. Þeir eru slefandi móngólýtar eins og allir hinir.

Ég botna enn ekki í hvað þeir voru að hugsa með þessa hringbraut. Það sá það hver maður yfir meðalgreind (sem virðist á öllu vera einungis ég) áður en dótið var smíðað að það yrði til tómra vandræða. Þurfa öll þessi ljós að vera þarna? Afhverju er ekki hægt að komast til hægri með því að beygja til hægri?

Og hvað með allt þetta röfl um stokk? Það þarf engan stokk. Þetta lið getur bara hljóðeinangrað hjá sér kofana, og kennt sjálfu sér um þá heimskulegu hugmynd að kaupa íbúð við hliðina á meiriháttar umferðaræð.

Og nú er kalt. Það er flughált á stæðinu hér fyrir utan. Sem færir mig að öðru: Þetta stæði hér fyrir utan mætti alveg við því að vera á tveimur hæðum, líkt og þetta við kringluna. Hvernig væri það?

Það er of góð hugmynd til að vera framkvæmd.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli