miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Dagur 240 ár 2 (dagur 605, færzla nr. 330):

Það er engin reiknivél í forritinu hérna í hlöðunni. Það finnst mér afar skítt, svo hér með set ég link inná síðu þar sem er ekki bara ein reiknivél, heldur eins margar og hver normal maður þarf (þ.e. 1).

Reiknivél er til dæmis hægt að nota til að ýta á takka ef manni leiðist, og sjá tölurnar breytast á alla kanta þegar maður leggur þær saman, dregur frá eða margfaldar.

Að vísu var það miklu meira gaman þegar maður var 5 ára, en þá voru venjulegar reiknivélar miklar græjur á fjórum hæðum knúnar með bílrafhlöðum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli