þriðjudagur, mars 20, 2007

Dagur 12 ár 4 (dagur 1107, færzla nr. 529):

Það hefur sína kosti og sinn afar sérkennilega galla að vera á Corollu. Allt í lagi, þetta apparat eyðir ekki nema rétt um 9 á hundraðið. En á móti týni ég honum alltaf á stæðinu, og þarf að leita. Það er svosem ekkert nýtt, hinn bíllinn er silfurgrár, og það er svona eins og að leita að glærum bíl að leita að svoleiðis.

Var að keyra áðan, og tók eftir því að jafnvel litlir bílar eins og Golf gnæfa yfir mér eins og einhverjir bergþursar. Það var ekki þannig. Neibb. Og: ef ég hefði lent í árekstri á Cherokee hefði það ekki kostað mig mjög mikið að gera við það. Reyndar var sá bíll alveg klesstur: steypudæla hafði lent á bílstjórahurðinni þegar Reynir átti hann, Kristín Bassa bakkaði á frambrettið, og örugglega eitthvað meira sem engin ummerki sáust eftir.

Dodgeinn tók út VW og Skoda, og þar áður eitthvað annað. Það var alltaf snúið uppá bílstjórahurðina á honum, svo sást út. Hann þoldi þetta allt.

Sem fær mig til að hugsa: kannski er þetta ekki nógur málmur? Ef ég keyri á, þá er það bara búið; þarf að finna annan bíl.

Eða: ég get fiffað þennan aðeins til...

Sko, ég bolta stífur í framendann, bý til svona grind umhverfis vélina svo hún verði ekki fyrir óþarfa hnjaski, með krossstífum og hvaðeina, svo er gott að útbúa veltibúr inni svone eins og á Rallýbíl - gæti komið sér vel, hver veit? Gera þetta svolítið rammgert. Skifta kannski sætinu út fyrir rallý-sæti, með 4 eða 5 púnta belti. Veitir ekki af í umferðinni hérna.

En þá ræður hin auma 1300 vél ekki við að bifa bílnum. Kannski spurning að redda einni 2 lítra úr Carinu? Eða bara 460 Ford frá Reyni? Það ætti sko að hreyfa bílinn úr stað! Hvar ætti ég nú að koma henni fyrir... í farþegasætinu auðvitað! Hah! Ef það passar ekki undir húddið...

Væri flott mál. Skoða þetta á eftir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli