fimmtudagur, desember 27, 2007

Dagur 307 ár 4 (dagur 1391, færzla nr. 634):

Einusinni fyrir langa löngu var jólarásin. Hvar er hún nú? Þið hljótið að muna eftir henni: útvarpsrás sem spilaði óviðeigandi músík milli þess sem heimskir krakkar töluðu tómt bull og gerðu símaöt hjá vinum sínum.

Hvar er jólarásin? Hvernig getur maður komist í almennilegt jólaskap án þess að einhver asni spili fyrstu tuttugu sekúndurnar úr einhverju rapp-lagi, og byrji svo að kjafta um hvað vartan á stóru tá vinstri fótar sé orðin stór?

Jamm.

Í staðinn get ég náttúrlega dundað mér við að þjálfa hundinn í að bíta köttinn. Það hefur ekki gengið sem skildi. Jafn illa gengur að fá köttinn til að bíta hundinn. Á morgun get ég drukkið fullt af víni og teipað rakettur við þessi dýr, og sent þau bæði út á sporbaug.

Ég held ég geri það bara.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli