laugardagur, desember 01, 2007

Dagur 281 ár 4 (dagur 1365, færzla nr. 623):

Í gær var mér boðið upp á hlaðborð og vín. Svo ég fékk mér ýmislegt. Lax og skinku og hangikjöt. Og laufabrauð og ristað brauð. Og skolaði því niður með svona lítra af rauðvíni.

Ég fékk mér mikið af skinkunni. Það er nefnilega gott að fá sér skinku við þynnku. Og kjöt almennt.

Og svo vaknaði ég fyrir allar aldir til að vinna. Ég á alltaf mjög auðvelt með að vakna fyrir allar aldir eftir mikla drykkju. Sem var gott, því þá hafði ég tíma til að búa til eggjaköku - sem er nauðsynlegt að gera stundum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli