laugardagur, nóvember 29, 2008

Dagur 270 ár 4 (dagur 1730, færzla nr. 739):

Hvað er Ný-Frjálshyggja?
Ég heyri marga segja þetta orð, en enginn hefur enn útskýrt hvað það þýðir.
Frjálshyggja, það er auðvelt. Við flettum því bara upp í Wikipediu: Það er anarkisti.
Ný-frjálshyggja, á wikipediu.

Tilvitnun:

"Distancing themselves from the generally anti-war response of the Libertarian Party (LP) and the mainstream libertarian movement, Henke and his fellow self-described neolibertarians set out their reasons for supporting a vigorous war on terror and an effort to secure the freedom of Iraqis."

Munurinn á venjulegri frjálshyggju og nýfrjálshyggju er að nýfjálshyggja er militant og vill breiða úr sér, hvort sem undirokaðar þjóðir kæra sig um það eða ekki.

Ég er ekki viss um að það sé þetta sem þeir eru alltaf að gagnrýna.

"To describe neolibertarians, Dale Franks wrote in 2004:[2]

When given a set of policy choices,"


Förum yfir þetta í rólegheitunum og berum saman við ísland:

"The choice that maximizes personal liberty is the best choice."

það eru allskonar höft og gjöld sem þarf að greiða til þess að gera hitt og þetta, sem hindrar þá sem eru með minna milli handanna í að gera ýmislegt.

Það er hvorki frjálshyggja né nýfrjálshyggja, samkvæmt skilgreiningu.

"The policy choice that offers the least amount of necessary government intervention or regulation is the best choice."

Hafið eftir mér: "Þjóðnýting."

Ó, kannski eitthvað sem kom fyrir fyrr: hvernig voru bankarnir einkavæddir? Því var öllu vel stjórnað svo þeir færu ekki eitthvert óvænt.

Hvorki ris né hrun bankanna var varðað neinni frjálshyggju, hvorki nýrri né gamalli.

"The policy choice that provides rational, market-based incentives is the best choice."

Krónunni var haldið uppi með handafli, erlendum aðilum var og er haldið af markaðnum með vafasömum aðgerðum og ég veit ekki betur en Ríkið eigi fiskinn í sjónum, og leyfi vissum aðilum að veiða hann.

Frjálshyggja? Nei. Nýfrjálshyggja? Nei.

In foreign policy, neolibertartianism would be characterized by,
A policy of diplomacy that promotes consensual government and human rights and opposes dictatorship.


Í réttri röð: Liðið vill kosningar, fær það þær? Nei
Munið þið eftir einhverju í svipðinn sem hefur verið úrskurðað mannréttindabrot á íslandi? Ég man eftir einu.
Davíð Oddsson!

La la la. Hvar er þessi frjálshyggja sem allir eru að kvarta undan? Ég hef ekki séð hana. En þú?

Hættið svo að nota orð sem þið vitið ekki hvað þýða, fíflin ykkar.

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Dagur 268 ár 4 (dagur 1728, færzla nr. 738):

Þessi mynd þýðir að mér tókst að skrifa 150 blaðsíður á 26 dögum. Þetta hefst alltaf með þrjóskunni. Fer í það eftir jól að renna yfir afraksturinn og lagfæra mesta torfið. Það er alltaf eins: fyrst er mesta bullið lagað eða strokað út, svo er bætt við ef eitthvað er óljóst.

Þetta er allt mjög óljóst núna. Óljósara en venjulega, það er að segja.

Í millitíðinni býst ég við að þurfa að lesa yfir próf og vinna og... eitthvað annað sem mér dettur í hug að starfa.

***

það verður ekki beint sagt að kreppan hafi mikil áhrif á mín lífsgæði. Ég hef lifað að svo miklu leiti á súpu og skyri, og hafragraut - sem amma segir samt að sé ekki hægt að kaupa úti í búð. Hún segir það alltaf við mig þegar málið ber að góma: "Ha-ha! Það er ekkert hægt að kaupa hafragraut út í búð! Ha Ha!"

Sem minnir mig rosalega mikið á þá félaga Jón & Tóta.

Það er kannski ekki hægt að kaupa hafragraut í hennar vídd, en í minni vídd er það ekki bara hægt, hann er ódýr.

Svo er hægt að fá núðlur, þær kosta slikk. Eru að vísu búnar til í Kína, sennilega úr Melamíni, bragðbættar með Díoxíni. Það er svolítið saltbragð af því.

Einnig eru piparkökur lífs nauðsynlegar. Þær er líka auðvelt að kaupa út í búð, fyrir peninga. Ekki láta ömmu segja þér eitthvað annað.

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Dagur 267 ár 4 (dagur 1727, færzla nr. 737):

Ekkert á seyði í dag. Ætlið það verði gott riot hjá þeim næstu helgi? Hvað bætast margir við á dag núna? 200?
Þeir sögðu í fréttum að það væri á annað hundrað, svo það eru líklega 101.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er ekki enn búinn að fatta að það er verðtrygging hérna. Þvílík séní. Ekki er mér ljóst hverjir eiga þá að borga vextina fyrir þá, ef allir eru á hausnum og á bótum eða á leið úr landi með Norrænu.

Annað áhugavert í því sambandi: þessir gaurar á þingi virðast líta á verðtrygginguna sem einhvert náttúrulögmál sem ekki er hægt að hrófla við. Af hverju? Ég veit ekki betur en þetta séu bara lög sem hægt er að breyta eins og öllum öðrum lögum. Nú, ef þeir vilja ekki losa sig við hina mjög svo skemmtilegu verðtryggingu, þá er málið að lækka vextina niður fyrir 1%. 0.1% væri þá málið næstu 5 árin eða svo. Fólk réði við það.

En þetta eru náttúrlega einstakir þorskhausar þarna.

Það er náttúrlega alveg frábært að eiga pening inn á bók hérna núna, en það búa bara ekkert allir svo vel.

Svo þegar fólk missir húsið því það getur ekki greitt af því, hvað þá? Það er ekkert mikið hægt að selja fasteignirnar. Ekki nema þá á niðursettu verði, því maður má búast við því að verða gjaldþrota af því að taka lán upp á ekki hærri fjárhæð en 10 milljónum. Það mun hækka umfram útborgun nema maður hafi hærri laun en hægt er að verða sér úti um núna.

Það var svolítið áhugavert þetta með lögreglustöðina. það var nýr vinkill. Úkraínumaður sem ég vinn með er hissa á að það skuli ekki vera búið að skandalisera meira, kveikja í hlutum, setja menn í fangelsi.

Hann er ekkert ánægður. Í Úkraínu væri búið að fangelsa einhvern fyrir þetta mál, segir hann. Hér? Ekkert.

Hvenær verður svo alvöru riot, með eldsprengjum og grjóti?

Ég sé ekki fyrir mér að núverandi klúður verði lagað neitt í bráð, mér hefur ekkki sýnst það, svona einhvernvegin á þeim. Of upptekin við umræðustjórnmál. Sem felast í að tala í hringi en gera ekkert.

"Við vissum þetta í febrúar," segja þau öll. Hvort sem í stjórn eða stjórnarandstöðu. Jæja, segi ég. Og hvorki stjórnin né stjórnarandstaðan sá sér fært að gera einhverjar ráðstafanir á þessum 8 mánuðum eða svo?

Hvað voru þau eiginlega að gera?

Hmm...

Hvenær ætli Íslendingar verði aftur 250.000? Á næsta ári? Og þeir sem verða eftir verða allir í skóla, á bótum, á sjó eða í áli. Ágóði af landsframleiðzlu nær upp í skuld, svo landið verður sífellt skuldugra og skuldugra.

Svona eins og Zimbabwe.

Ef við spreyjum Davíð Oddson svartan, þá verður hann mjög svipaður Múgabe.

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Dagur 264 ár 4 (dagur 1724, færzla nr. 736):

Þá er ég búinn að skoða flesta bjóra landsins.

El Grillo: ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Gullfoss: ekki eitthvað sem ég myndi vilja drekka á hverjum degi. Lýkist svolítið Viking Gull, sem mér finnst ekkert frábær heldur.
Kaldi: Svona þolanlegt. Mig minnir að sá dökki hafi verið aðeins skárri.
Sjálfti: þessi er allt í lagi. Hinir þrír eru of líkir innbyrðis til þess að það skifti máli hvern maður velur, finnst mér, þessi sker sig úr, og er töluvert betri. Svolítil líkur Tyskie, ef eitthvað.

Hvernig væri að hafa smá vídd í þessu?

Berum það saman við útlent öl:

Birra Moretti: gott stöff, mætti taka kippu af því.
Svyturys: jafnvel betri.
Samuel Adams: ekki besti bjór í heimi, en samt merkilegur fyrir þær sakir að hann er A: amerískur og B: drekkandi, og það samtímis.
Tiger: mjög góður sopi.
Cobra: þessi er mjög bragðsterkur.

Og mynd sem kemur málinu ekkert við:

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Dagur 261 ár 4 (dagur 1721, færzla nr. 735):



Ég skil ekki þetta hús.

laugardagur, nóvember 15, 2008

Dagur 256 ár 4 (dagur 1716, færzla nr. 734):

það koma alltaf fleiri og fleiri niður á Austurvöll um hverja helgi. Svo leggur þetta lið bara uppi á kanti fyrir framan kolaportið, svo það er varla akandi framhjá öllu saman.

Það er náttúrlega ekki verið að mótmæla því að einhverju náttúrufyrirbæri sem enginn sér eða mun nokkurntíma nenna að fara að skoða sé breytt í stöðuvatn... sem ekkert margir fari að skoða svosem heldur.

***

Systur mínar hafa miklar áhyggjur. Þær eru víst að sligast undan jólagjöfunum. Lausnin: að það verði sett þak á kostnaðinn, og hver og einn gefi bara eina gjöf, og fái bara eina.

Ekki vandamál sem hefur herjað á mig, satt að segja. Ég hef hvorki lagt mikla hugsun eða peninga í þetta undanfarið. Gef bara öllum nammi. Allir eru alltaf sáttir við að fá nammi. Og nú á að koma einhverjum vandræðum yfir á mig.

Þær eru vandræðalegar, þessar systur.

***

Missteig mig um daginn. það var nokkuð ógurlegt, enda var það bensínfóturinn, og ég þarf eiginlega að nota hann stundum.

Svo bólgnaði þetta ógurlega daginn eftir, varð allt grænleytt og fjólublátt, svo mjög að það varð erfitt að komast í skóinn. Að vísu verkjaði minna fyrir vikið.

Á þriðja degi datt hann af. Það var smá maus, en ekkert sem ekki var hægt að laga með smá teipi. Þann daginn gat ég svo svarið að annar fóturinn var ögn styttri en hinn...

Nú er þetta allt að komast í lag. Það er bara þessi fjólubláa rönd frá litlu tá að hæl, og önnur styttri hinumegin. Mjög tilkomumikið og áberandi. Af hverju finn ég ekki meira fyrir þessu?

Verður orðið fínt í næstu viku.

föstudagur, nóvember 07, 2008

Dagur 248 ár 4 (dagur 1708, færzla nr. 733):

Ég skil ekki alveg hagstjórnina. Þeir ætla sér víst að taka lán uppá 6 milljarða dollara, sem eru 768.000.000.000 krónur að núvirði - dollarinn er 128 krónur. Hverjir eru vextirnari af því?

Ú USA eru vextirnir skilst mér komnir niður í 0.5%, það er svipað í Japan, og á niðurleið á nokkurnvegin flestum stöðum í evrópu.

Segjum að það séu 1% vextur á ári. Það væru 7.680.000.000 á ári, plús eitthvað af höfuðstól, sem þyrfti þá að borga, segjum 8 milljarðar.

Utanríkisþjónustan kostar 2.5 milljarða. Það má sársaukalaust leggja það niður, ekkert okkar saknar sendiráðanna. Hvar finnum við 5.5 milljarða í viðbót? Ja, það eru 12 ráðuneyti:

fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, félags- og tryggingamálaráðuneyti, samgöngurráðuneyti, menntamálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti, iðnaðarráðuneyti

Það er mikil skörun þarna éns og allir sjá, svo þeim má vel fækka á þennan hátt:

Fjármálaráðuneyti & viðskiptaráðuneyti fjala um sömu hlutina, peninga, og ættu því bara að vera eitt ráðuneyti. Hitt má alfarið losa sig við, og spara þannig launakostnað og skrifstofuviðhald.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti & iðnaðarráðuneyti fjalla öll um sama hlutinn, peninga, og eiga því að heyra undir fjármálaráðuneytið.

Umhvefisráðuneytið er hrein sóun á pening, og þarf að fara algerlega.

Heilbrigðisráðuneyti, félags- og tryggingamálaráðuneyti & menntamálaráðuneyti fjalla um félagslegan hag fólks, og eiga öll að vera undir sama ráðuneyti, eða félagsmálaráðuneytinu.

Og þar sem ég legg til að öllum sendiráðum verði lokað höfum við lítið að gera við utanríkisráðuneyti. Vandamál frá útlöndum geta farið beint í viðeigandi ráðuneyti, milliliðalaust.

Þá eru eftir 5 ráðuneyti, sem er alveg yfirdrifið nóg: fjármálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti & samgöngurráðuneyti. Fækkun um 7. Og þar sem hver ráðherra er á ofurlaunum, er þar sparnaður um 84 milljónir á mánuði bara við að þeim fækki, svo er minnkuð húsnæðisþörf uppá alveg hrúgu, viðhald uppá ekkert mikið minna og allt þetta starfsfólk sem getur loksins farið að gera eitthvað uppbyggilegt í stað þess að vera baggi á samfélaginu.

Samanlagt er það örugglega milljarður á ári, ef ekki meira.

Þá vantar okkur enn 4.5 milljarða.

Ja, það kemur ekki til greina að borga neinum af þeim sem er á þingi, í seðlabankanum eða í neinu slíku opinberu embætti eftirlaun eftir það sem þeir eru búnir að gera okkur, og sparar það formúgu fjár á hverju ári.

Þá væri til dæmis gott að lækka stýrivextina niður í svona 2%, áður en allir skattgreiðendur landsins fara á hausinn og fara á bætur eða til útlanda, eins og mér skilst að Reynir verði að gera.

Að auki stendur alltaf til boða að borga bara einfaldlega ekkert Bretum. Ég styð þá hugmynd. Gefa þeim bara fingurinn. Borgum öllum öðrum. Ef þeir ætla sér að rústa okkar fyrirtækjum undir því yfirskyni að það séu hryðjuverkasamtök, þá eigum við ekkert að vera að gefa þeim pening. Ekki gæfi AL-Kæda bandaríkjamönnum pening. Ef við erum terroristar, þá hegðum við okkur sem slíkir gagnvart þeim sem segja okkur slíka.

Hvað hafa bretar annars við peninga að gera? Þeir eru ekkert nema chavs hvort eð er.



Chavs.

Fokk þeir.

Að sjálfsögðu verður ekkert af þessu gert. Neibb. Ég er viss um að það verður stofnað sérstakt kreppumálaráðuneyti, og útlenda lánamálaráðuneytið, að ótöldu atvinnuleysismálaráðuneyti, sem fjölgar ráðuneytunum í 15.

Svo verða stýrivextirnir hækkaðir upp í 20%, sem veldur algjöru gjaldþroti, og svo verður klikkt út með því að þjóðvæða álverin.

Hey, þetta eru sömu gaurarnir og gerðu bankana gjaldþrota til þess að taka þá yfir.
Hér er lag tileinkað þeim:



Destruction - Total Disaster

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Dagur 246 ár 4 (dagur 1706, færzla nr. 732):

Foreldrarnir eru komnir aftur frá Egyptalandi. Ég hef ekki heyrt af neinum múmíum eða krókódílum ennþá. Þau hljóta að hafa fengið að smakka annað hvort þarna úti.

Hvernig er hægt að fara til egyptalands án þess að koma til baka með múmíu, heila eða að hluta, eða að minnsta kosti bölvun.

laugardagur, nóvember 01, 2008

Dagur 242 ár 4 (dagur 1702, færzla nr. 731):

Allt í lagi, þá er komið að því, kvikmynd kvöldsins:

Síðistu tvær myndir voru alveg þolanlegar, að mig minnir, þar af var önnur nokkuð góð. En þessi, þessi mynd... hún er vond. Vond vond. Vond á vondan hátt.

Sko, á Íslensku heitir þessi ræma beint þýtt: "Hendur: hendur örlaganna."

Vond mynd, fattiði? Meira að segja titillinn er mjög asnalegur. En, þetta er líka ein fyndnasta mynd sem ég hef séð á árinu. Með talið ræmunni þarna um hvatberana sem ætluðu að yfirtaka heiminn.

Því TorGO er í þessari mynd. Engin önnur mynd sem ég man eftir í svipinn er með toRGo. TORgo er maðurinn!

Hérna er hún, kvikmynd kvöldsins: Manos, the hands of fate:



Og hér, endurskoðuð aðeins af MST3K:



Njótið vel, tvisvar.