þriðjudagur, desember 28, 2010

Dagur 299 ár 6 (dagur 2491, færzla nr. 979):

Völvan í Vikunni var að tjá sig:

Meðal annars spáir hún því að ríkisstjórnin springi [...] og einnig sú sem taki við og mikil bylting verði, óeirðir og læti [...] Jóhanna Sigurðardóttir hrökklist frá vegna valdabrölts innan Samfylkingarinnar og gífurleg sprenging verði innan þess flokks.

Dream on.

Jæja. Björt, þessi völva. En, Nostradamus er ekki merkilegri en ég, ég get spáð í framtíðina alveg eins og hann, svo hér koma spádómar mínir fyrir árið 2011:

Fleiri Íslendingar flýja óheyrilega skattheimtu molbúanna sem fólkið kaus sjálft á þing. Til Noregs, að mála olíuborpalla. Á sama tíma fjölgar fólki á örorkubótum, í von um að komast á mannsæmandi tekjur.

Þjóðardrykkur íslendinga verður Landi. Aftur. Þar sem amfetamín og hass eru allt í einu orðin ódýrari en ÁTVR brennivín, þá kemur Landinn sterkur inn. Hann verður í mörgum gæðaflokkum og bragðtegundum.

Á næsta ári munt þú persónulega þekkja og hafa viðskifti við einn af eftirtöldum: Bruggara, Smyglara, Löggu, einhvern sem er í gengi. Ekki endilega í þessari röð.

Þetta hér að ofan veldur minni tekjum Ríkisins, sem aftur mun leiða af sér hærri skattlagningu, sem aftur leiðir til meira af ofangreindu. Það mun taka áratug, ef ekki tugi, að laga tjónið sem núverandi stjórn hefur valdið bara á síðasta ári, og ekki batnar það.

Iceave verður aftur fellt í þjóðaratkvæðagreiðzlu, aftur með yfir 90% mun. Annar samningur verður gerður, alveg eins, og kynntur þjóðinni fyrir næstu jól. Hefð mun skapast fyrir þessu, og standa þangað til Bretland fer a hausinn.

Og svo verður eldgos.

Að útlöndum:

Portúgal og Spánn fara bæði á hausinn á næsta ári. Ætlast verður til þess að Þýskaland borgi fyrir það, sem mun valda meiri kergju hjá þeim. Á sama tíma kjósa Írar yfir sig sína útgáfu af Vinstri Grænum, og fara enn meira á hausinn, með tilheyrandi landflótta og atvinnuleysi. Við þurfum á bíða í 1-2 ár í viðbót eftir Ítölum. Belgía skiftist í Vallóníu og Flandur.

Vinstri Grænir í N-Kóreu halda áfram að hafa í hótunum, en ekkert skeður.

Kaninn fer hvorki frá Afganistan né Írak. Kalífornía verður gjaldþrota. Og svo koll af kolli, fylki fyrir fylki næstu 10-15 árin. Hryðjuverkamennirnir halda áfram sigurgöngu sinni gegn þeim, 10 árið í röð.

Indland fer að sýna fleiri merki þess að það geti orðið raunverulegur spilari í framtíðinni. Og þá meina ég ekki krikket. Eða fótbolta. Eftir svona 40 ár laumast þeir fram úr Kínverjum.

Og það verður eldgos í einhverju útlandinu líka.

fimmtudagur, desember 23, 2010

Dagur 294 ár 6 (dagur 2486, færzla nr. 978):

Þar sem ég hafði ekkrt til að hlusta á um daginn en Bylgjuna eða læti í vélum, þá varð ég var við hverskonar rusl Bylgjan er.

Það sem er spilað á bylgjunni er: tvö eða þrjú mjög keimlík lög með Björgvin Halldórs, öll flutt nákvæmlega eins. Gamlir Ítalskir slagarar sem hefur verið breytt í jólalög - ekki ósvipað og Baggalútur gerir við gömul rokklög, nema bara gjörsamlega húmorslaust. Tvö eða þrjú létt popplög, frekar keimlík.

Allt í allt færri en tíu lög, fyrir utan eitt og eitt gamalt lag með ABBA.

En beinum athygli okkar nú að þessum ítölsku "jólalögum." Það er ekkert nýtt að útvarpsvæn músík á íslandi sé ítölsk. Helmingurinn af öllu sem Haukur Morthens söng var ítalskt. Sama með Ellý Vilhjálms. "Ég fer í Fríið" er gamalt ítalskt lag.

Þetta er ekkert nýtt. Að Ítalir séu sérlega jólalegir er hinsvegar frekar nýlega til komið. Og nú er svo komið að stór hluti allra jólalaga í útvarpi eru ítölsk popplög.

Þetta er náttúrlega mjög hentugt. Þeir verða aldrei uppiskroppa með ítalska músík, og það eina sem þarf að gera er að semja við þetta texta þar sem "jól" koma fyrir einu sinni eða oftar, og bæta svo við jólabjöllum.

Það eina er, að þetta gæti orðið einhæft. Það er nefnilega svo að popptónlist er mjög einsleit. Fólk vill hafa það þannig. Fólk er alltaf til í að heyra eitthvað nýtt, svo lengi sem það hefur heyrt það oft áður. Svo ég er með hugmynd, sem gæti víkkað út jólalagaflóruna:

Goblin: Ítölsk hljómsveit sem flestir hafa heyrt eitthvað með þó þeir átti sig kannski ekki á því. Það er smá jólafílingur í þessu:



Hlustið á orgelin maður!

Eða Ennio Morricone:



Jóla jóla.

Þetta ljúfa lag eftir Riz Ortalani mætti alveg færa í jólabúning með einhverjum væmnum texta um jólapakka og kerti... eða jólaköttinn.



Ljúft.

Svo eru náttúrlega sumir sem vilja sín jólalög aðeins hressari. Baggalútur hefur aðeins spilað inn á þann markað, svo það er aðeins plægður akur. Hvernig væri þá að setja jólalegan texta undir þetta:



Fleshgod Apocalypse. Það er smá svona jóla í þessu. Þessir eiga það til að hljóma eins og Rachmaninioff eða Stravinsky. Þeir hafa ákveðið að láta það vera að mestu þarna.

mánudagur, desember 20, 2010

Dagur 291 ár 6 (dagur 2483, færzla nr. 977):

Hvað fáið þið í Jólagjöf? Fáið þið kannski kerti & spil?



Kannski...

föstudagur, desember 17, 2010

Dagur 288 ár 6 (dagur 2480, færzla nr. 976):

Hér þarf að koma eitthvað ægilega gáfulegt... svo:

AMV:



Þetta var eitt hómóerótískasta tónlistarmyndband ever...



Og þetta er jafnvel enn hómóerótískara. Með karíókítexta... gangi ykkur vel að lesa hann. Þessi tvö birtast í endinn á Strawberry Panic, annað fyrir fyrstu 13 þættina, hitt fyrir seinni 13. Og já, það á vel við þættina.

Og hér er AMV Hell 5:



Þetta verður gott eftir svona 3 mínútur, og svo af og á eftir það. Næstum jafn gott og nr 3 - það sem dregur úr er að sömu 2 brandarnir eru notaðir 3 hver. Einhver er mjög hrifinn af Erasure...

Sumir þættirnir í þessu eru fyndnari. Ég mæli td eindregið með að þið hafið uppi á Ouran. Mikil snilld þar á ferðinni.

þriðjudagur, desember 14, 2010

Dagur 285 ár 6 (dagur 2477, færzla nr. 975):

Þetta er Mosin Nagant.



Það er líklegt að fleiri hafi verið drepnir með svona rifflum en nokkru öðru skotvopni. Þetta eða Maxím. Þau rök sem ég hef fyrir því eru:

Fór í notkun 1891. Eru enn til, enda framleiddir í meira en 22 milljón eintökum, og í notkun hér og þar.
Notaðir í stríði Rússa og Japana 1904.
Notaðir í fyrri heimstyrrjöldinni - bodycount: Fullt. Hellingur.
Var aðal vopnið í Bolsa-uppreisninni, af báðum fylkingum - bodycount: 1.7 milljón +.
Aðal vopnið á austurvígstöðvunum í WW2 og i Finnlandi (þar var gaur sem drap 500 manns með svona riffli).
Var notað grimmt til að "hreinsa til" á Stalínstímanum, ásamt öðrum tilfallandi vopnum - td kartöflupokum. Ekki aðal drápstólið, en hefur vissulega rakkað upp stórri tölu. Fimm stafa yrði ég ekki hissa á.
Notaðir í Spænsku Borgarstyrrjöldinni.
Kórea.
Víetnam.
Afghanistan, ennþá.

Í heildina örugglega meira en milljón manns.

Runner up: AKM.
Helstu stríð:
'Nam.
Írak-Íran.

Allt annað... meh. Afríka? Nei. Þeir notuðu sveðjur í Rúanda. Allt sem hönd á festir allstaðar annarsstaðar. Þeir eru til í fleiri eintökum 60 milljón +, segir sagan, en... engir almennilegir bardagar með milljóna mannfalli eins og WW2.

Heildartala nær kannski milljón - og þó. Maxím toppar AKM nolluð örugglega, grunar mig, Mosin... það hinsvegar er vafamál.

AKM vs Mauser 98, það gæti verið meira spennandi, eða M98 vs Enfield. Enfield gæti verið yfir, því Bretar voru meiri skúrkar en Þjóðverjar, og allar nýlendurnar voru og eru ennþá fullar af svoleiðis rifflum.

Þannig að líklega hafa fleiri verið drepnir með Lee Enfield af einhverri gerð en með AKM. AKM er samt trúlega á topp 5 *núna*, sem mest deadly herriffillinn.

föstudagur, desember 10, 2010

Dagur 281 ár 6 (dagur 2473, færzla nr. 974):

Þá er komið að annarri svona, en fyrst:



Evolusi 2. Sem er Malasísk "fast & furious" rip-off mynd... nema hvað bara treilerinn virðist betri en fyrsta F&F myndin... sem er ekki erfitt.

Þessa mynd gerðum við 1994, minnir mig endilega, frekar en 5. Það tók okkur svona korter, og skilaði reyndar 6-9 mínútum (nenni ekki að tékka á því.) Við sáum strax þegar við horfðum á myndina á eftir að þetta var mikil hörmung. Og þótti til langs tíme vera versta mynd sm við gerðum - ekkert undanskilið.

En ég fékk þetta á DVD... og ég hafði allt of mikinn tíma... svo...

Kommúnista-músík er public domain by default. Annað væri kapitalismi, sem er náttúrlega ótækt. Og Google translate er stundum mikill vinur - ef maður nuddar því í rétta átt. Svo eftir smá klyppingar, þá hef ég kommúnista propaganda tónlistarmyndband. Sem er alveg jafngáfulegt og plottlausa ruglið sem við gerðum upprunalega.

Ég meina, sjáiði tæknibrellurnar í þessu?

Treystið mér; þið viljið ekki sjá það sem ég klyppti úr. Ég skal bara segja ykkur hvað það var: meiri eldur. Sekúnda hér og þar af atriðum sem eru þarna, bara lengri. Lokasenan - já, það var 2+ mínútna sena á eftir þessu þar sm ekkert skeði. Og kreditlistinn - sem sást frekar illa.

Þetta er miklu betra vona. Þetta er enn vont, langt umfram allt sem þið sjáið nokkursstaðar, en þetta er amk skemmtilegur vondleiki.

Lagið heitir "Ósigrandi og þjóðsagnakenndir," kom fyrst út 1943 og er lagið eftir A.Alexandrov og textinn O. Kolichev. Þetta er músík til þess að skjóta nazista við.

Svo hér er myndin: Stalin skipar þér að myrða:

þriðjudagur, desember 07, 2010

Dagur 278 ár 6 (dagur 2470, færzla nr. 973):

Kvikmynd kvöldsins! En fyrst:



Stelpan sem stökk í gegnum tímann. (google-translate getur líka verið vinur þinn.)



Space Battleship Yamato



Fist of the north star.

Þessir treilerar eiga allir nokkuð sameiginlegt...

En hvað um það, kvikmynd kvöldsins er beljudrengjamyndin "Gods Gun" frá því einhverntíma þegar slít var móðins. Þetta er alveg þolanleg mynd, þó hún sé mjög B. Þeir áttu settin til, og leikararnir höfðu smá tíma, svo ... því ekki?

Ekki versta mynd allra tíma, langt því frá, en heldur engin epísk snilld. Sem veldur því að hún er public domain:



Gods Gun.

sunnudagur, desember 05, 2010

Dagur 276 ár 6 (dagur 2468, færzla nr. 972):

Höldum áfram, og klárum stjórnarskrána:

V.

59. gr. Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum.

En ekki af handahófi. Nema lög fari allt í einu að kveða á um slíkt.

60. gr. Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Þó getur enginn, sem um þau leitar úrskurðar, komið sér hjá að hlýða yfirvaldsboði í bráð með því að skjóta málinu til dóms.

Ef kemur upp rifrildi um merkingu laga, ákveða dómstólar hvað rétt skuli vera í málinu. Þangað til hefur yfirvald rétt fyrir sér. (Þó það segi að hvítt sé svart.)

61. gr. Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana. [Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.]

Dómstólar geta bara dæmt skv lögum. Dómarar meiga fara á eftirlaun 65 ára, vilji þeir það, og þeir verða að öllu jöfnu ekki færðir til í starfi nema með því að hringla til öllum dómstólunum.

VI.

62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.


Lúteska kirkjan er stykt af ríkinu þar til annað er ákveðið.

63. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.]

Allir mega stofna költ. Með eða án nauðgunarkjallara... sýnist mér. (Það hefur enn ekki verið dæmt ósiðsamlegt að bæta fyrir nauðgunardýflissu sem var tekin af manni, og það gefur til kynna að slíkt sé skv allsherjarreglu.)

64. gr. [Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.

Múslimar og Búddistar hafa líka kosningarétt.

Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.
Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.]


Sá sem er ekki í þjóðkirjunni sleppur ekki við að vera rukkaður. Peningurinn fer bara í annað.

VII.

65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]


Spurning hvort öll lög sem stuðla að jákvæðri mismunun brjóti gegn þessu. Mig grunar það. Töfraorðið er "mismunun." Brot 7.

66. gr. [Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti.

Þetta var brotið á manni um daginn. Og stóð hann sjálfur í fjárútlátum þess vegna. Brot 8.

Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki. Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum.

Ef maður fær ríkisborgararétt í öðru landi má svifta hann íslenskum ríkisborgararétti - en bara með lögum.

Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.
Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómara. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku.


Íslendingar fá að koma til íslands, og þeir mega fara, nema þeir verði böstaðir fyrir eitthvað.

Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum.]

Túristar mega þvælast sem þeir vilja.

67. gr. [Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum.
Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.


Hver sá sem er böstaður má vita af hverju hann hefur verið böstaður, svo hann velkist ekki í neinum vafa um það.

Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara.

Allir sem eru böstaðir verða sendir fyrir dóm hið fyrsta. Sem gerir frasann "slepp eftir yfirheyrzlur" afar grunsamlegan:

Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi.

Leti? Hvað veldur?

Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem þyngri refsing liggur við en fésekt eða varðhald. Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, en telji dómari fært að láta hann lausan gegn tryggingu skal ákveða í dómsúrskurði hver hún eigi að vera.

Menn verða ekki lageraðir á stöðinni fyrir glæpi sem þykja minna alvarlegir. Og þeim skal koma í almennilegt tukthús sem fyrst, ef þurfa þykir.

Hver sá sem er af öðrum ástæðum sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.

Menn hafa rétt á að komast að því hið fyrsta hvort þeir eru réttilega böstaðir fyrir dómi. EF menn eru órettilega böstaðir, þá skal þeim sleppt.

Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta.]

Óréttilega böstaðir menn hafa rétt á bótum.

68. gr. [Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.]


Hvorki má pynta menn né þrælka.

69. gr. [Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Viðurlög mega ekki verða þyngri en heimiluð voru í lögum þá er háttsemin átti sér stað.
Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.]


Menn má ekki dæma fyrir hluti sem þeir gerðu þegar það sem þeir gerðu var ekki ólöglegt. (Slíkt væri afturvirkni, sem er andstæð réttarríkinu) Ekki má heldur dæma menn til dauða.

70. gr. [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila.

Mál skulu ekki dragast árum saman. Mál skulu vera höfð uppi opinberlega, en ekki í dimmum kjallara einhversstaðar.

Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]


Lúkas, einhver?

71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.


TSA væri brot á þessari grein, nema þeir sæktu um dómsúrskurð í hvert skifti. En það er amerískt batterí... og sem slíkt, brot á amerískri stjórnarskrá... ef ekki öllum amerískum stjórnarskrám, án þess að ég hafi athugað nema eina.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]

Einungis má takmarka réttindi eins vegan réttinda annarra. Þeir segja í fleirtölu.

72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Samt má sumt ekki eiga, og það án þess að almenningsþörf krefjist annars... hmm... brot 9. Það er á lagamáli kallað að "gera upptækt" og kemur ekkert fullt verð fyrir. Græn atvinnustarfsemi, brugg og margt annað verður fyrir þessu oft á mánuði.

Hér eru óæðri lög að trompa stjórnarskrá, einhvernvegin, stanzlaust frá 1944.

Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.]

Lög mega banna útlendingum að eiga stöff á Íslandi.

73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Þú mátt halda hvað sem þú vilt um negra.

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.

Ef negri kýlir þig fyrir að segja eitthvað ljótt um hann, þá verður það að koma fram fyrir dómi. (Þetta er venjulega túlkað þannig að þú hefur ekki rétt til að láta skoðanir þínar í ljós eða segja brandara - sem er brot á fyrstu setningunni í málsgreininni - hér er áhugavert að sjá að túlkun á stjórnarskrá er í mótsögn við það sem stendur í henni.)

Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]


Ritskoðun er ólögleg, nema þegar hún er lögleg. Aha... WTF? Þetta er svo rökrangt rangt, þetta er eins og eitthvað úr Lísu í Undralandi.

74. gr. [Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.

Maður má stofna félag sem hefur það stefnumál að stuðla að ritskoðun og tálmun á tjáningarfrelsi. Á sama tima má maður ekki stofna slíkt félag, enda er það andstætt stjórnarskrá, þó strangt til tekið sé það stofnað til að stuðla að lögum. Á meðan það er að stuðla að einhverju ólöglegu.

þá er maður í áhugaverðri lagalegri klemmu.

Fokk Je!

Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.

Einungis má skilda menn til að vera í félagi með lögum.

Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.]

Samkvæmt þessu mátti banna búsáhaldabyltinguna.

75. gr. [Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.]


Menn mega vinna við sumt. Ekki allt. Hvers almannahagsmunir krefjast er ekki útlistað, og má sennilega túlka sem svo að humarútgerð sé bönnuð, ef svo ber undir.

76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]


Það sem stendur þarna.

77. gr. [Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.]


Var ég ekki búinn að fara yfir þetta? Mig minnir það.

78. gr. [Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir.]


Hvaða álögum sveitarfélög mega íþyngja íbúum sínum með er ákveðið af lögum.

79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki …1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.

Skva þessu er stjórlagaþing ekkert skv stjórnarskrá. Ekkert bannar það þó, þannig að það getur vart túlkast sem brot.

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.

Bera þarf undir landsmenn ef siðaskifti eiga að fara í hönd.

80. gr. …

Þetta er uppáhalds greinin mín. Hvað hún þýðir, það veit enginn.

81. gr. Stjórnskipunarlög þessi öðlast gildi, þegar Alþingi gerir um það ályktun, enda hafi meiri hluti allra kosningarbærra manna í landinu með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt þau.1)
1)Sbr. þingsályktun um gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33 16. júní 1944, og yfirlýsingu forseta sameinaðs Alþingis um gildistöku stjórnarskrárinnar, nr. 33 17. júní 1944. Sbr. og þingsályktun um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918, nr. 32 16. júní 1944.


Já...

Var eitthvað svo flókið? Jú, ein eða tvær greinar voru það órökréttasta sem heyrst hefur síðan Álfheiður Gísladóttir opnaði munninn seinast. 73. grein stangast td á við sjálfa sig, og grein 74 er ómöguleg í framkvæmd vegna einmitt greinar 73, eins og ég hef bent á hér á undan.

Að öðru leiti er þetta í góðu lagi, og mættu sumir fara betur eftir skjalinu. Þá meina ég yfirvöld. Yfirvöld hafa systematískt brotið stjórnarskrá oftar en 6 sinnum, stundum vísvitandi, en fólkið í landinu einungis tvisvar.

Bíðum bara. Þessi skrá mun síst breytast, og því síður til hins betra.

laugardagur, desember 04, 2010

Dagur 275 ár 6 (dagur 2467, færzla nr. 971):

Höldum áfram þar sem frá var horfið:

ÞRIÐJI KAFLI

31. grein

Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til 4 ára í þessum kjördæmum:


Hér stendur ekkert um flokka. Það stendur að þeir þurfi að vera 63. Það stendur ekkert um að þeir þurfi að vera í flokki. Það er seinni tíma tilbúningur til þess að auðvelda spillingu.

Kjördæmi skulu vera fæst sex en flest sjö. Mörk þeirra skulu ákveðin í lögum, en þó er heimilt að fela landskjörstjórn að ákveða kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni.
Í hverju kjördæmi skulu vera minnst sex kjördæmissæti sem úthluta skal á grundvelli kosningaúrslita í kjördæminu. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi skal að öðru leyti ákveðinn í lögum, sbr. þó 5. mgr.


Einhver vafamál? Þetta var svolítið ferlegt áður en þessu var breytt 1991, en í þeirri útgáfu voru kjördæmin talin upp. (Já, ég hef lesið þá útgáfu líka.)

Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.

Hér er fyrst minnst á flokka. Reyndar kallaðir samtök... sama, sama. Reyndar stendur þarna að flokkarnir skulu fá þingmenn í samræmi við atkvæðatölu... hvað þá með atkvæðajöfnun milli landshluta? Ég meina, skv þessu er allt í einu orðið andstætt stjórnarskrá að Vestfirðir hafi þyngra vægi en Reykjavík... hmm... brot 4.

Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Setja skal nánari fyrirmæli um þetta í lög.


Sem þýðir, að ef allir flytja af Vestfjörðum nema Haukur í Reykjavík!, þá skal fækka þingsætum vestfjarða í samræmi við það, og færa annað. Svona svo Haukur í Reykjavík! verði ekki einn valdamesti maður landsins allt í einu. (Seinast þegar ég frétti var hann að dæma erlendu plötu vikunnar á Rás 2.)

Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi.

Alþingi má breyta stærð og lögun kjördæma.

32. gr. [Alþingi starfar í einni málstofu.

Það þýðir að það er engin efri eða neðri deild, eins og á sumum öðrum þingum - td því breska. (House of Lords, House of Commons.)

33. gr. [Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis.
Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í kosningalögum.


Ef þú ert 14 ára Pólverji máttu kki kjósa. Ef þú ert 18 ára Pólverji með Íslenskan ríkisborgararétt og lögheimili á Íslandi, þá máttu það.

34. gr. [Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð.]1)
[Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir.]


Allir íslendingar, 18 ára og eldri sem ekki eru annað hvort dæmdir glæpamenn (reyndar segir ekkert um hvort menn megi eða megi ekki vera glæpamenn, það stendur bara að menn verði að hafa óflekkað mannorð - sem er, að þeim sé treyst. Þú mátt faktískt vera morðingi, en þá verða kjósendur að vera sáttir við morðið, og það er þá til frægðar... ef þið skiljið.) eða hæstaréttardómarar mega bjóða sig fram til þings.

IV.

35. gr. [Reglulegt Alþingi skal koma saman ár hvert hinn fyrsta dag októbermánaðar eða næsta virkan dag ef helgidagur er og stendur til jafnlengdar næsta árs hafi kjörtímabil alþingismanna ekki áður runnið út eða þing verið rofið.
Samkomudegi reglulegs Alþingis má breyta með lögum.]


Satt að segja veit ég ekki hvað jafnlengd næsta árs þýðir. Ég er viss um að Ammma veit það - en ég efast um að hún geti útskýrt það. Prófið samt að spyrja.

36. gr. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.

Búsáhaldabyltingin var brot á stjórnarskrá. (Og fullt af öðrum lögum.) Við skulum þó taka eftir því að blettur féll ekki á mannorð neins sem tók þátt.

37. gr. Samkomustaður Alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi.

Forseti getur látið alþingi koma saman á þingvöllum, langi hann til þess.

38. gr. [Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.]

En ekki Lalli Johns, eða Forsetinn... samt... 25 grein. Það fer þá bara gegnum ráðherra.

39. gr. [Alþingi]1) getur skipað nefndir [alþingismanna]1) til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. [Alþingi]1) getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum.

Alþingi má nefnda um mikilvæg mál. Hvort alþingi má stofna nefndir um smávægileg mál er annað. Og hvað er mikilvægt mál? Getur verið að þessi grein sé sveigð vel til hins ýtrasta? Ég held það.

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.

Þetta hefur vafist fyrir mörgum. Hin og þessi smábatterí innan ríkis vilja nefnilega oft bæta við gjöldum. TD til þess að fjármagna bréfaklemmur, hefti, pappír, nú eða partý. Í þeim tilfellum er skatturinn kallaður gjaldtaka, stimpilgjöld, eða hvaða annað orð sem þeir geta fundið upp. Að auki er oft í lögum sett ákvæði um frjálsa álagningu gjalda.

Þetta ákvæði er semsagt sveigt eins og bambus.

Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.

Þetta aftur á móti vefst ekki fyrir neinum, né er sveigt. Okkar vandi er til kominn vegna þess að þingið fellur í hagfræði að eilífu.

41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

Hmm... voru þeir ekki nýlega að endurskoða fjárlög vegna vandræða? Og hvað með gaurinn í nauðgunardýflissunni? Þið vitið, þessi sem Steini J bætti missi téðrar nauðgunardýflissu?

Hmm.... brot! Nr 5.

42. gr. Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar er það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld.

Fram í tímann. Skynsamt. Það er eins gott að verðbólga/hjöðnun verði skv áætlun. Sem er ástæða endurskoðana stundum:

43. gr. [Endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skal fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess eftir nánari fyrirmælum í lögum.]

Þar höfum við það.

44. gr. [Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.]

Þeir þurfa að segja allt þrisvar. (Aðeins flóknara en það, en við erum að díla við fólk með greindarvísitölu undir 80.)

45. gr. [Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum.]

Alþingiskosningar skulu fara fram á 4 ára fresti, nema þing neyðist til að hætta fyrr af einhverju sökum. Alltaf sama dag vikunnar.

46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi.

Alþingi ákveður hvort 17 ára pólverjinn okkar er löglega kosinn, og hvort þingmaður sem flutti lögheimili sitt til Istanbúl á kjörtímabilinu sé enn löglegur á þingi.

47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna …1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.

Þingmenn skuli sverja við stjórnarskrána að þeir ætli að hegða sér.

48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Í raun eru þingmenn bundnir við sannfæringu flokks síns að undirlagi margar kjósenda sinna... svo: brot 6.

49. gr. [Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.

Ef þingmaður er grunaður um að hafa djakkað bíl úti á götu, má ekki bösta hann fyrir það þó bíllinn sem um ræðir hafi fundist í bílskúr hans, með honum inní, fullum. Ef hinsvegar löggan böstar hann á meðan hann er að djakka bílinn úti á götu, þá má höfða mál á hendur honum.

Spurjið bara Árna.

Enginn alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi.]

Þingmaður má segja hvað sem hann vill um hvaða negra sem er, með prik í hendi eða án, og verður ekki böstaður fyrir nema alþingi segi OK.

50. gr. Nú glatar alþingismaður kjörgengi, og missir hann þá rétt þann, er þingkosningin hafði veitt honum.

Fluttirðu lögheimili þitt til Istanbúl? Þá máttu ekki lengur að refsilausu finnast fullur heima í bílskúr í bíl sem þú djakkaðir fyrr um daginn. Sorrý.

51. gr. Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins, að þeir séu jafnframt alþingismenn.

Ráðherrar eiga ekki atkvæðisrétt.

52. gr. [Alþingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum þess.]1)

Já. Viljiði þetta öðruvísi orðað?

53. gr. [Eigi getur Alþingi gert samþykkt um mál nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu.]

Alþingi má ekki samþykkja neitt nema meira en helmingur þingmanna, þ.e. 32 eða fleiri séu viðstaddir.

54. gr. [Heimilt er alþingismönnum, með leyfi Alþingis, að óska upplýsinga ráðherra eða svars um opinbert málefni með því að bera fram fyrirspurn um málið eða beiðast um það skýrslu.]

Þingmenn mega heimta upplýsingar frá ráðherrum.

55. gr. [Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.]

Lalli Johns má ekki bera fram málefni á þingi.

56. gr. [Þyki Alþingi ekki ástæða til að gera aðra ályktun um eitthvert mál getur það vísað því til ráðherra.]

Alþingi getur sent ráðherra þau mál sem það nennir ekki að takast á við.

57. gr. Fundir …1) Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum.

Þingmenn skuli ekki tjá sig með táknmáli, né fela sig i kjallaranum, heldur tala hátt og skýrt. Forseti eða X margir þingmenn geta samt heimtað að áhorfendur verði reknir út. Ekkert stendur um hvort slökkva eigi á myndavélunum, svo mig grunar að þær fái að loga.

58. gr. [Þingsköp Alþingis skulu sett með lögum.]

Lög eru svo sett af þingi. Þingsköp segja svo til um hve marga þarf til að ákveða hitt og þetta smálegt, eins og til dæmi hvort flytja megi mál í þögn eða heyranda hljóði, osfrv.

Framhald.

föstudagur, desember 03, 2010

Dagur 274 ár 6 (dagur 2466, færzla nr. 970):

Þar sem ég hef nú haft útvarpið í eyrunum í meira en viku hef ég ekki komist hjá því að heyra allt þetta bölvaða þvarg um stjórnlagaþing. Þvílíkt helvítis kjaftæði er það.

Fyrst er kosningin of flókin fyrir fólk. Til að rétta úr því er sendur bæklingur þar sem fram kemur að það má ekki gera eina einustu klaufavillu, og þá tekur þú bara ekki þátt, vinurinn.

Svo er ástæðan: fólk skilur ekki stjórnarskrána.

Jæja? Hlýtir þá að þurfa að þýða hana á pólsku, svo fólkið skilji. Nema þeir séu að meina að fólk sé virkilega upp til hópa vangefið, og skilji því ekki Íslensku. (Sem gæti svosem verið - fólk kaus jú núverandi stjórn.)

En svona til slkemmtunar, förum yfir stjórnarskrána, hún er til hér; og finnum hvað það er sem fólk ekki skilur:

STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLANDS

Þetta mun vera titill plaggsins. Þetta er afar lýsandi tiltill, finnst mér, og veit ég ekki hvað fólk er að misskilja.

FYRSTI KAFLI

1. grein

Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.


Þetta þýðir sem sagt að ísland er land, þar sem fólk fær að velja sér inn á þing þá moðhausa sem það vill hafa við stjórn stærri mála. Þing er sá vetvangur sem þessir moðhausar mætast á til þess að ultimately klúðra því sem þeim er treyst fyrir. (Ekki vegna þess að þeir eigi að klúðra öllu - ég er bara að segja það sem skeður alltaf.)

2. grein

Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.

Alþingi setur lög. Forseti má samkvæmt þessu svosem gera það líka. Það hefur hann þó aldrei gert.


Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.

"Önnur stjórnvöld" er ekki skilgreint frekar, en gera má ráð fyrir að það sé þá afgangurinn af ríkisbatteríinu, en ekki til dæmis Lalli Johns.

Dómendur fara með dómsvaldið.

Með dómendum er þá átt við gaurana í bláu kuflunum. Okkur er ljóst hvað þeir gera.

ANNAR KAFLI

3. grein

Forseti Íslands skal vera þjóðkjörinn.


Þetta þýðir að forseti skal kosinn í þjóðaratkvæðagreiðzlu.

4. grein

Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu.


"Kjörgengur" þýðir að hann má bjóða sig fram,
"35 ára" gefur til kynna að einhver hefur lifað 35 vetur, svona ca. Þetta er svona arbitrary aldursmörk.

5. grein

Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkværðagreiðslu
.

Hver sá sem ekki skilur þessa málsgrein er annaðhvort ekki læs á Íslensku eða er algjör þorskhaus.

Að öðru leyti skal ákveða með lögum um framboð og kjör forseta, og má þar ákveða, að tiltekin tala meðmælenda skuli vera úr landsfjórðungi hverjum í hlutfalli við kjósendatölu þar.

Þessi málsgrein segir að ákveða megi af handahófi hve marga meðmælendur forsetaframbjóðandi skuli hafa til að mega gefa sig fram.

6. grein

Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar.


Júní, júlí og ágúst eru mánuðir. Hver manuður er að meðaltali 30.42 dagar. Ár er að jafnaði 365.25 dagar. Dagur er tími frá sólarupprás fram að næstu sólarupprás. Sól er þetta bjarta gula þarna á himninum.

7. grein

Nú deyr forseti eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, og skal þá kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu.


Allt í lagi, ég gef ykkur að þetta er ansi klaufalega orðað.

Þetta þýðir annaðhvort: Ef forseti hrekkur uppaf daginn eftir að hann var kosinn, þá þarf að bíða í fjögur ár til að kjósa nýjan, eða það skal strax kjósa annan til þess að sitja út kjörtímabil þess fyrri.


8. grein

Nú verður sæti forseta lýðveldisins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar fara með forsetavald. Forseti Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli ræður meirihluti.


Á meðan forsetinn er að tjilla í útlöndum þá eru þrír aðilar sem taka að sér að gera það sem hann gerir á meðan: skrifa undir lög.

9. grein

Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja.


Forsetinn má ekki sitja á Alþingi. Hann má heldur ekki vinna á Flytjanda á meðan hann er forseti.

Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans.

Laun forseta eru ákveðin af Alþingi. Athyglisvert er að forseti þarf að skrifa undir þau (eða forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar ef svo ber undir), og bannað er að lækka tekjur hans á meðan á kjörtímabili hans stendur. Af hverju þarf að hækka þær svo ört? Ja, sögustund: Í denntíð var hægt að kaupa sér fólksbíl og íbúð fyrir 50.000 krónur. Það er ekkert of langt síðan. Verðbólgan skeði svo á svona 10-20 árum, og gerði verðlagið aðþví sem það er í dag. Sem er hærra en það var 1980, reyndar. Gangi ykkur vel að fá dekk fyrir þann pening núna.

10. grein

Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafn hitt.


Á 12. öld var algengt að menn særu eið. Ekki kemur fram hvað má og má ekki vera í þessum eið. Eiður er loforð um að hegða sér (eða ekki) á vissan hátt.

11. grein

Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.


Forseti ber ekki ábyrgð á shit.

Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.

Ef forseti kaupir vændi má ekki sækja hann til saka fyrir það nema þing leyfir. Frjálslega má hann hinsvegar stunda vændi, þar sem slíkt er ekki ólöglegt, og er víst engin skömm að.

Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna.

Alþingi má krefjast þess að þjóðin vóti forsetann af eyjunni.

Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er útslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.

Forseti má ekki skrifa undir shit þegar búið er að vóta hann af eyjunni.

Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.

Sé þjóðin ekki sammála alþingi um að vóta forseta af eyjunni, skal efna til þingkosninga strax þann daginn.

12. grein

Forseti lýðveldisins hefur aðsetur í Reykjavík eða nágrenni.


Forseti má ekki búa á Ísafirði.


13. grein

Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.


Ráðherrar skulu gera það sem forseti segir. (Ekki hef ég þekkt dæmi um slíkt.)

Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík.

Ráðuneytið er ekki á Hvammstanga.

14. grein

Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.


Ekki veit ég til þess að reynt hafi á þessa grein, þar sem menn virðast mega klúðra og vesenast fram og aftur, og alþingi er alveg sama, og kærir engan, sama hve mikil afglöpin kunna að vera.

Í raun bera ráðherra in effect ekki ábyrgð á shit - sem er brot á þessari grein.

15. grein

Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.


Er það? Mér hefur sýnst að flokkarnir sjálfir stjórni þessu, sem er aftur - klárt brot á stjórnarskrá.

16. grein

Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.

Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.


Forseti skal stofna klúbb þar sem þing sýnir honum áform sín.


17. grein

Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.


Ráðherrar skulu halda fund um það sem þing hefur látið þeim í té.

18. grein

Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.


Sá sem skrifar undir lögin þarf að rölta á Bessastaði með þau til samþykkis.

19. grein

Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.


Þau lög sem forseti skrifar undir teljast gild.

20. grein

Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, sem lög mæla.


Forsetinn ræður menn í djobb sem þarf skv lögum.

Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.

Ekki má ráða útlending í embætti. Sama hve mikið menn þrá að hafa Robert Mugabe í embætti Fjármálaráðherra, það bara má ekki.

Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.

Forseti getur rekið menn sem hann hefur ráðið. Það hefur enn ekki reynt á þetta ákvæði.

Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.

Forseta er frjálst að færa menn til i starfi. Og fá menn sem svo er komið fyrir sömu laun í nýja starfinu.

Með lögum má undanskilja ákveðna embættismannaflokka auk embættismanna þeirra, sem talidr eru í 61. grein.

Undantekningar, undantekningar....

21. grein

Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.


Þetta hefur enn ekki reynt á - spurning hvort það hefur ekki verið stundað á þessu ákvæði samfellt brot frá 1944.

22. grein

Forseti lýðveldisins stefnir saman Alþingi eigi síðar en tíu vikum eftir almennar alþingiskosningar. Forsetinn setur reglulegt Alþingi ár hvert.


Forseti smalar á þing mest 10 vikum eftir þingkosningar.

23. grein

Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum.


Forseti má seinka alþingi um tvær vikur á hverju ári.

Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.

Þing getur heimtað að fá bara samt að þinga, og verður forseti að verða við því.

24. grein

Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.


Forseti getur hvenær sem er ákveðið að þingið sé leiðinlegt og kjósa þurfi uppá nýtt. Ekki hefur reynt á þetta ákvæði.

25. grein

Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.


Forseti getur samið lög. (Ekki nauðsynlega popplög... umferðarlög til dæmis, hann getur ákveðið að stopp-merkið eigi að vera ferkantað og svoleiðis.) Ekki hefur reynt á þetta ákvæði.

26. grein

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.


Ekkert nýtt hér. Sama og 19. grein.

Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Vilji forseti ekki skrifa undir - sem hann má alveg - þá skal það sem hann ekki vildi skrifa undir fara í þjóðaratkvæðagreiðzlu hið fyrsta.

Fjölmiðlalögin hér í denn, eins og frægt er orðið, gætu verið skýrt brot á þessu ákvæði, þar sem þau fóru vissulega til forseta, en ekki í þjóðaratkvæði þegar hann neitaði að skrifa undir.

Stærðfræðilega séð er það brot. Svo brot skal það teljast hér. (Þá eru komin þrjú brot sem hefð er fyrir.)

27. grein

Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.


Til þess er lögbirtingarblaðið víst. En enginn les það, sem gerir lög svolítið, ja, lítið þekkt. Menn gætu gengið um brjótandi lög á þess að vita það. (Sem virðist reyndar ekki vera móralskur vandi á ÍSlandi, ég er ekki hálfnaður með stjórnarskrána, og þegar búinn að finna 3 viðurkennd og hefðbundin brot á henni.)

28. grein

Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög er Alþingi er ekki að störfum. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný.

Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, fall þau úr gildi.


Forseti má að eigin frumkvæði gefa lög sem gilda í minnst 6 vikur.

Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið.

Forseti má gefa fjárlög ef alþingi hefur ekki gefið slík fyrir.

29. grein

Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.


Forseti getur látið sleppa mönnum úr djeilinu og látið sektir niður falla, nema um ráðherra sé að ræða. Ef ráðherra er böstaður með leigða negrakellingu og dæmdur fyrir þann augljóslega stóra glæp, þarf alþingi að náða hann.

30. grein

Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum , undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.


Forseti getur gert undantekningar á lögum fyrir vini sína - sé það skv venju. Til dæmis getur hann ákveðið að menn sem heita Pétur geti að saklausu myrt menn sem heita Ólafur, ef það er fimmtudagur. Ekki veit ég til að reynt hafi á þetta ákvæði.

Þetta voru fyrstu 2 kaflarnir af 7. Ég vona að þeir séu núna auðskiljanlegri. Förum yfir hina seinna.

miðvikudagur, desember 01, 2010

Dagur 272 ár 6 (dagur 2464, færzla nr. 969):

Ég vara að uppgötva svolítið: þetta er jólablanda frá Víking:



Sjáiði?

Svona, ég skal hjálpa ykkur:



Jólablandan er djöfullegur drykkur.

sunnudagur, nóvember 28, 2010

Dagur 269 ár 6 (dagur 2461, færzla nr. 968):

Þetta blogg er að verða arftaki MTV:



The postal service. "We will become silhouettes"



Timbuk 3. "The future's so bright"



Nene. "Neun und neunzig luftballons" (Það er eitthvert hátíðni-píp í þessu sem mér líkar ekki. Kannski heyriði það ekki.)

Já, það er þema. Bara af því.

fimmtudagur, nóvember 25, 2010

Dagur 266 ár 6 (dagur 2458, færzla nr. 967):

Ekkert að segja, þannig. Hér, fáið músík. Þetta er betra en það sem fæst á Bylgjunni:



Manowar



Majesty



Persuader.

Þetta er miklu betra. Fann það út að Rás 2 næst ágætlega þar sem ég er. Þá fæst frí frá Björgvin Halldórs. Hvað er eiginlega með hann og Bylgjuna? Hann er einskonar plága þar.

Bylgjan þarf meira af Manowar og minna af Bjögga.

sunnudagur, nóvember 21, 2010

Dagur 262 ár 6 (dagur 2454, færzla nr. 966):



7-10 September 1939 fór fram orrustan við Wizna í Póllandi. Þar áttust við annars vegan Nazistar; með 42.200 manns, 370 skriðdreka, 110 Howitzer-fallbyssur, 58 stærri fallbyssur, 195 anti-skriðdrekabyssur, 108 mortar rör, 188 sprengjuvörpur, 288 stórar vélbyssur and 689 vélbyssur af smærra kaliberi; og hinsvegar Pólverjar, með 720 menn 6 76 mm byssur, 42 vélbyssur (sennilega Maxim) og 2 anti-skriðdreka riffla. Enga skriðdreka. Báðir aðilar notuðust við sömu gerð af infantry-rifflum.

Merkilegt nokk, þá náðu Pólverjarnir að drepa 900 nazista. Segja nazistarnir... hmm. Segið svo að Pólverjum hafi gengið illa. 60 á móti 1, en samt... Á móti Wehrmact, ekki einhverjum aulum. Reyndar ef maður minnist á hlutfallið 40-1 við Pólverja, þá á þessi bardagi að koma upp í hugann, þó það hafi verð, eins og ég sagði áðan, 60-1.



Sabaton. Sænsk hljómsveit sem syngur bara um sögulegar orrustur. (Þetta verður uppáhalds hljómsveitin hans Illuga ef hann les þetta.)

mánudagur, nóvember 15, 2010

Dagur 256 ár 6 (dagur 2448, færzla nr. 965):

Fyrst, að útskýra brandarann:



The OC. Þetta er mjög bjánalegt atriði sem slíkt, en þetta mjög svo óviðeigandi lag hjálpar ekkert. (Reynið að leita að "dear sister" á jútúb. Það er fullt af paródíu-útgáfum af þessari senu þar.)

AMV:



Ja... lag úr anime... með vídjói... Þetta er úr Chobits. Sungið af Pokahontas. Mér virðist sem japanskt popp hafi mjög ríkan tendens til að hljóma eins og Írafár.

AMV hell 11:

föstudagur, nóvember 12, 2010

Dagur 253 ár 6 (dagur 2445, færzla nr. 964):

12 tíma vaktir... það er alltof langt.

***

Jæja:



Red Hill. Veit ekki meir...

Þetta er mynd sem við félagarnir gerðum á því herran ári 1993. Minnir mig. Ég held þetta hafi verið mynd nr 2 eða 3 í röðinni.

Plott: þjófur stelur grjóti úr vörzlu manns sem virðist búa yfir mörgum persónuleikum. Spæjari er sendur á staðinn að rannsaka. Svo drepur þjófurinn eina "vitnið." Og svo framvegis.

Allt alveg háalvarlegt að sjálfsögðu.

Það eru slagsmál. Þau koma rangt út. Rangar ef þau eru spiluð á eðlilegum hraða. Slagsmál komu alltaf rangt út.

En það var ekki ástæðan fyrir að ég neitaði að hafa svo mikið sem eina slagsmálasenu eftir þetta. Ástæðan var að ég sá að þetta kom illa út, voru langdregin og leiðinleg atriði. Það er ekki fyrr en nú, sem ég fæ þetta á DVD að ég sé aðra vankanta á þessu. Ég er viss um að þessi atriði eru að gera það fyrir einhvern, en ég segi nei takk: síðan í byrjun 1994 voru engin f@#$! slagsmál í mínum kvikmyndum.

Hvað um það:

Boggi kemur bara vel út að mestu leiti, og er meira normal í þessari mynd en flestum örðrum sem við gerðum. Sem segir meira um hinar kvikmyndirnar kannski...

Gylfi hinsvegar er all-hörmulegur. Sem reyndar bjargar myndinni frá því að vera jafnvel glatari.

Bjarki Týr... er jafnvel verri en Gylfi. Hann tollir ekki í karakter milli atriða. Seinna meir fékk hann þá flugu í höfuðið að hann væri karakter í Takeshi Miike kvikmynd, og var þannig, alltaf. Ekki svo hér.

Arnar Valgeir... sést í tveimur atriðum. Og virðist, ólíkt öðrum, vita nákvæmlega hverskonar rusli hann er í.

Já. Hér er hún:



Gangstermynd!

Og hér er hún á veoh ef jútúb er með stæla:


Watch Gangstermynd in Action & Adventure  |  View More Free Videos Online at Veoh.com

Njótið vel.

þriðjudagur, nóvember 09, 2010

Dagur 250 ár 6 (dagur 2442, færzla nr. 963):

Fék æpotið hans Björns lánað til að hlusta á í vinnunni. Það er allt fullt af jólalögum. Gróflega áætlað þá er annað hvert lag á æpotinu hans jólalag. Af hverju? Ég sé Björn fyrir mér í anda á vappi niðri í bæ einhversstaðar um sumar, hlustandi á jólalög...

ÉG var að pæla í að fá hann til að dánlóda einhverju með Stravinsky eða Holst. Vinnan væru miklu tilkomumeiri með slíku sándtrakki. En þá var drengurinn hrofinn.

***

Hér er einhver speki:



Dara O'Briain talar um hómópata.



Hér er trúarlegt tónverk sem mun enduróma í hausnum á ykkur ef þið nennið að hlusta.



"Panda, no panda"

Annað jafn gáfulegt, þetta er kreditlisti úr einhverjum tölvuleik sem ég veit ekkert um. Kreditlistinn er mjög frábær hinsvegar. Hlustið á textann.



Looking for group, með hugljúft lag.

Og að lokum eitthvað meira bara af því:



Therion. (Ekki einusinni heyrt um þessa, ekki satt?)



Sirenia. Það er svona heavy metal útgáfa af Írafári.



Nightwish. Það er finnsk hljómsveit. Þessvegna meika textarnir hvorki sens né skiljast þeir... eins og bent er á.



Kamelot. Þegar þeir eru búnir að sjónvarpa veðurfréttunum þarna í noregi, fá allskyns hljómsveitir að nota green-screenið til að búa til vídeó. Augljóslega.

Og fyrst ég er byrjaður á svona músík, þá skulum við enda á gæjanum sem startaði þessu öllu saman:



Igor Stravinsky. Ekkert green-screen.

fimmtudagur, nóvember 04, 2010

Dagur 245 ár 6 (dagur 2437, færzla nr. 962):

Nú eru innan við 2 mánuðir eftir af árinu 2010. Ýmsu var nú búið að spá, til dæmis áttu Sovétríkin og Bandaríkin að fara í smá skreppitúr til Júpiters. Til þess að það megi verða þá þarf víst að stofna sovétríkin aftur:



Það varð líka frekar lítið úr HAL 9000. Til eru forrit á netinu sem geta spjallað við þig, en þau eru frekar sauðsk og ruglast auðveldlega.

Mér er svosem sama um ferðir annarra til Júpiters. Hér er önnur kvikmynd sem sýnir okkur að við höfum ennþá sloppið ágætlega:



Fínt að vera laus við svona vírusa, finnst ykkur ekki? 2 mánuðir eru engan vegin nóg til að fá þetta til að rætast.

Og ég er ansi hræddur um að Breska heimsveldið þurfi að drífa sig ef það ætlar að fylgja þessu eftir:



10 ágúst 2010? Þeir eru þear 3 mánuðum eftir áætlun. Þeir eru ekki einu sinni byrjaðir að leggja undir sig meginland N-Ameríku. Bölvaður slóðaskapur og leti.

Fólk batt svo miklar vonir við árið 2000. Jæja... það verður á bara að bíða til ársins 3000. Ég efast um að CCCP verði stofnað á því bili. Eitthvað í líkingu vil HAL 9000 kannski, en ekkert CCCP.

mánudagur, nóvember 01, 2010

Dagur 242 ár 6 (dagur 2434, færzla nr. 961):

Enn meiri fjölskildumyndir:



Ekki viss hvað ég á enn til af þessu. Það er eitthvað. Ég held þetta sé með því síðasta.

föstudagur, október 29, 2010

Dagur 239 ár 6 (dagur 2431, færzla nr. 960):

Einu sinni fyrir langa löngu áttum við félagarnir það til að sjóða saman kvikmyndir. Það gekk svona la-la. Það varð til alveg hellingur af efni, sem ég á enn til, en veit ekki alveg hvað ég á að gera við, eins og þessi bull-heimildamynd um "Homo-vestmanneyicus" (sem er alveg frábær latína) sem við gerðum.

Ég ætla að kenna Bjarka Tý um það.



Ég á 21 mínútu af svona löguðu. Ég geri ráð fyrir að ca 90% af því endi á jútúb. Eða minna. Þessi körfuboltaleikur var ekki það spennandi.

Hvað vorum við að hugsa? Það versta: þetta er það skásta af þessu.

þriðjudagur, október 26, 2010

Dagur 236 ár 6 (dagur 2428, færzla nr. 959):

Þann 9.10.10 fór fram afmæli Eddu Bjarkar yngri. Hér er vídjó af þeim atburði:



Sjáið alla þessa krakka hlaupa um:



Og hér er "project flugbíll;" Þeim Birni & Bjarna Braga leiddist eitthvað svo þeir lögðust í þróun nýs ferðamáta. Hér er prótótýpan í þróun:



Mér fannst betra að hafa svona vísindalegt sándtrack undir þessu hjá þeim.

mánudagur, október 25, 2010

Dagur 235 ár 6 (dagur 2427, færzla nr. 958):

Ekkert að segja. Svo:



Upphafslagið úr Kimi ni todoke, sem eru betri þættir en maður þorði að vona. Fjalla um stelpu sem lítur út eins og Sadako, og hvernig rætist úr henni. Engin vélmenni eða geimverur eða neitt slíkt. Betra en það hljómar. Mamma gæti horft á þetta án þess að ranghvolfa augunum.

Þetta er nokkuð annars eðlis:



AMV hell minis nr. 10.

Eitthvað gáfulegra næst.

föstudagur, október 22, 2010

Dagur 232 ár 6 (dagur 2424, færzla nr. 957):

Treiler:



Þessa mynd gerðum við fyrir 15 árum af því við höfðum ekkert betra að gera það kvöldið. Eftir enga umhugsun eða undirbúning réðumst við í verkið og kláruðum það á svona klukkutíma. Eða minna, man ekki alveg, það eru jú 15 ár síðan.

Plott: hlið vítis er undir rúmi hjá einhverjum.

Leó á þarna stórleik, en Illugi er í mynd megnið af tímanum. Gylfi og Helgi skila sínu *venjulega.*

Leó á byrjunina. Endirinn hinsvegar... það vill enginn kannast við hann.

Kostnaður við gerð þessarar myndar var... enginn. Hvað kostaði filma? 900 kall? 10kr mínútan þá. Þessi mynd er undir 4 mínútum. 40 kr sem sagt, ef þið viljið hafa að þannig.

Þrátt fyrir allt, þá kemur þessi mynd bara ágætlega út. Það að enginn tími eða peningur fór í hana útskýrir alla vankantana, og gerir það sem þó virkar miklu merkilegra. T.d að það skuli vera byrjun, miðja og endir a þessu.

Eins og venjulega endurgerði ég kreditlistann og breytti músíkinni. Nú er það Berlioz, en ekki White Zombie, vegna þess að Berlioz er public domain. Það, og kreditlistarnir voru all of langir. Myndin var 6 mínútur með þeim.

En hvað um það, hér er hún: "Undir Rúminu:"



Takið eftir hve miklu yngri við vorum þegar við vorum yngri.