mánudagur, maí 31, 2010

Dagur 88 ár 6 (dagur 2280, færzla nr. 921):

Trailer:



AVP.

Mér finnst þessi alltaf svo viðeigandi í öllum kosningum: "whoever wins, we lose."

En hvað um það:

Kvikmynd kvöldsins: Goði.

Þessi mynd er afar stutt, og augljóslega ekki gerð fyrir krónu, hvað þá eyri. Mér datt í hug að texta hana, þar sem það var á annð borð hægt, svo nú geta flestir fylgst með plottinu.

Söguþráðurinn er í stuttu máli sem svo: Maður ræður leigumorðingjann Goða til að drepa mann, Konstantínópel að nafni, fyrir að hafa ekki gefið sér sjúss. Goði gerir það. Þá ræður annar maður Goða til að myrða manninn sem réð hann til að myrða Konstantínópel.

Allt mjög trúverðugt, að sjálfsögðu. Óskarsverðlaunaefni, augljóslega: Þessi mynd fékk eina umsögn eftir að hafa verið á netinu um stund: "That was the strangest thing I think I've seen on YouTube to date."

Og hér er hún:



Þar höfum við það.

laugardagur, maí 29, 2010

Dagur 86 ár 6 (dagur 2278, færzla nr. 920):

Björn Virgill er nú í einhverju veseni út af þessu. Þegar hann frétti þetta á vísi, þá vissi hann ekki að þetta var hann og hans félagar sem var verið að meina. Og það tók hann nokkra stund að átta sig á því - það verð að segja honum það.

Nú er búið að yfirheyra vitni, og þeim ber saman um að þessi blessaða frétt af vísi er ekki beint sannleikanum samkvæm.

Engum var haldið niðri. Enginn var kýldur.
Einhverjum var haldið upp við vegg (veit ekki af hverju, en 14 ára krakkar hegða sér stundum þannig,) af einum aðila, ekki 3 eða 4. Og það ku hafa verið miklu fleiri en 4 á svæðinu - meira en 9. Sem allir klóruðu sér í hausnum yfir fréttinni á vísi.

Ekkert skeði sem skildur eftir svo mikið sem eymsl. Af hverju fór þetta þá í blaðið?

Ég veit það ekki. Þegar ég var í skóla gerðust miklu verri hlutir í hverri viku, en það fór aldrei í fréttirnar. Af hverju?

Jæja, það er a.m.k hætt að skamma Björn. En hann er enn í veseni. Honum var gert að mæta í áhaldahúsið - er mér sagt. Af skólastjóranum. Veit ekki til þess að skólastjórinn hafi nú eða hafi nokkurntíma haft völd til að dæma nemendur í þrælkunarvinnu. Látum í því samhengi liggja milli hluta að þetta er dæmt að óathuguðu máli. Það er annað mál.

Jú, sagt var að það væri til vídjó af þessu. Svo var ekki.

Sem ber okkur aftur að þessu óathugaða máli: lögreglan er komin í málið. Ég nefndi það hér að ofan að það er búið að tala við vitni. Vídjóið sýnir ekkert, vitnin segja að málið séu mestu ýkjur síðan Munchausen var og hét, og það er þegar búið að dæma Björn til þrælkunarvinnu.

Réttarríkishugmyndin er ekki í hávegum höfð þarna.

Allt mjög merkilegt.

Einu sinni voru krakkar skammaðir fyrir stríðni. Nú er það lögreglumál. Ja hérna.

miðvikudagur, maí 26, 2010

Dagur 83 ár 6 (dagur 2275, færzla nr. 919):

Mesta askan er fokin út í veður og vind. Alveg magnað hve lengi hún endist samt. Það er enginn smá mökkur sem flugvélarnar ná að þyrla upp þegar þær fara. Ógegnsæ ský.

***



Hérna er eldfjallið séð úr lofti.



Og þetta er kötturinn.

sunnudagur, maí 23, 2010

Dagur 80 ár 6 (dagur 2272, færzla nr. 918):

Jæja. Er ekki kominn tími fyrri kvikmynd kvöldsins? Ég held það.

Það getur bara þýtt eitt: treilerar:



The silencers. Augljóslega epískt meistarastykki.



I come in peace, AKA Dark Angel.



Race with the devil. PG... hmm...

Þetta er eldgömul mynd eftir Roger Corman. Ódýr, vissulega, ekkert of góð, en allt í lagi ef það er rigning úti og poppkorn inni.



The Terror. Roger Corman, 1963. Með Jack Nicholson & Boris Karloff.

þriðjudagur, maí 18, 2010

Dagur 75 ár 6 (dagur 2267, færzla nr. 917):

AMV:



Úr the wallflower. (Yamato Nadeshiko shichi henge). Live action útgáfan er betri. Plott: fjórir kvenlegir gaurar fá að búa frítt í stærðar höll gegn því að gera frænku eigandans að fínni dömu. Þeir eru mestu skúrkar, svo það gengur ekkert of vel.

Stelpan er skrítin, gerir ekkert annað en að hanga inni, tala við anatómíu-dúkku og beinagrind, horfa á hryllingsmyndir og safna líffærum í formalíni.

Það er draugur í kjallaranum og einn af þeim á að ganga að eiga dömu sem getur skotið leiserum úr augunum á sér. Það kemur aldrei fram hvernig hún fer að því. Teiknimyndirnar eru svo ennþá súrari. Þær hafa goth-loli stelpurnar. Leikna útgáfan hefur "í kringum þrítugt stelpurnar." Þær eru mjög...

Besta lína: "Ég skal lofa að horfa bara á eina hryllingsmynd á dag og fara alltaf í bað á þriggja daga fresti!"

Músíkin er betri í teiknimyndunum. Sjá youtube hér að ofan. Þessi Kiyuharu er eitthvað skuggalegur. Ég get ekki mælt með upphafslaginu í leiknu útgáfunni, hún er... júróvisjón.

Þetta er svo meira normal japönsk popptónlist:



Þetta er ekki í neinum teikniyndum, mér vitanlega. (Ég fór á menningarhátíðina um daginn og fylgdist með. Hafði ekkert betra að gera þann daginn.) J-popp hljómar voðalega oft eins og Feldberg, eða Ske.

Nóg af þessu bulli:



Samael. Svissneskt, þetta.



Arc enemy.



Grave. Maður fær höfuðverk af teiknimyndamúsík stundum.



Birthday massacre.

mánudagur, maí 17, 2010

Dagur 74 ár 6 (dagur 2266, færzla nr. 916):

AMV:



"Ash like snow." Er það ekki einmitt vandamálið?
Úr Gundam 00. Hef ekki séð þá þætti, svo það eina sem ég veit er að það hefur eitthvað með risastór vélmenni að gera.

Gundam þættirnir eru ekkert allir eins, fyrsta serían síðan 1979 er svipuð og Sharpe's þetta og hitt, Victory Gundam er röð af alveg ferlegum dauðsföllum og bardagaaðferðum sem munu aldrei virka en líta vissulega... öðruvísi... út. Svo er Anna í Grænuhlíð í geimnum... það er mjög undarlegt stöff.

Horfið á þetta, og segið mér endilega ef "Anna í Grænuhlíð í geimnum" er ekki einmitt besta lýsingin á fyrirbærinu.

En hvað um það:

AMV hell:

sunnudagur, maí 16, 2010

Dagur 73 ár 6 (dagur 2265, færzla nr. 915):

AMV:



YMO. (Sömu gaurarnir og gerðu lagið í byrjuninni á "Veistu hver ég var?" með Sigga Hlö á Bylgjunni - ef einhver hefur veitt þeim þáttum athygli.) Þökk sé karíókí textanum sem koma í teiknimyndunum sem þetta er í, þá veit ég nákvæmlega hve væminn textinn við þetta er. Það er pínulítið öðruvísi útfærzla...

Hvað um það, þetta er semsagt noðað í lokakreditlistann á Maria+holic, sem eru þættir sem ganga alfarið út á að gera grín að lesbíum. Sem er svolítið eins og að gera grín að dvergum. Það er til einhver ógurlegur haugur af þáttum um lesbíur, og þeir eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög óviljandi fyndnir.

Trúið því ekki?

Horfið á þetta: Oniisama e. Þessir þættir voru teknir af dagskrá í Frakklandi. Þeirra skilgreining á barnaefni er eitthvað öðruvísi en japana. Hvað er þetta? Hugsið ykkur ef the L-word þættirnir héldu að þeir væru kung-fu-mynd, aðalpersónan væri kýld, bitin og lamin eða pyntuð á ýmsa vegu í hverjum einasta þætti, 3/4 af persónunum væru hoppandi geðveikar, bara tvær væru bona fide lesbíur og hinar væru bara svona hrikalega áhrifagjarnar. Nákvæmlega jafn súrrealískt og það hljómar. Gott stöff.

Eða Mari-Mite. Þar sem *allar* persónurnar eru fertugar 14-16 ára stelpur. Á valíum. Alveg háalvarlegt prógramm, það. Og þetta er gert fyrir 14-16 ára stelpur. Þetta á ekki að vera fyndið. En er það, og verður bara fyndnara ef maður fer að hugsa út í málið... sko, drengjaskólinn er við hliðina, af hverju fara þær ekki þangað?

Þetta virkar hinsvegar bara ef þættirnir eru hugsaðir fyrir stelpur. Þá fær þetta að vera óviljandi fyndið í friði. Annars, ekki svo mjög. Þá er ekkert varið í það lengur.

Jæja:

AMV: bara Azumanga Daioh:

laugardagur, maí 15, 2010

Dagur 72 ár 6 (dagur 2264, færzla nr. 914):

Treiler:



Þessi yuri-ræma fékk næstum því óskarsverðlaun. Næstum. Sá hana einhverntíma, og fannst hún nokkuð góð, reyndar.

En að kvikmyndinni:

Þessi mynd er reyndar á jútúb, en í 2 pörtum, vegna þess að hún varð yfir 12 mínútur eftir klippingu... var 17 fyrir. Mér fannst ég alveg hafa klippt nóg. En hvað um það.

Jútúb 1.
Jútúb 2.

Þessi mynd byrjar á alveg ískyggilega löngum brandara. Svo er vondi kallinn kynntur til sögunnar á óskiljanlegan hátt. Eins og venjulega.

Svo kemur mjög langur eltingaleikur. Hann gerist ekki í evklíðsku rými.

Eftir 3 1/2 mínútu skeður plottið. Ehm... eða þannig. Þessi mynd er alveg ógnvænleg. Þegar maður heldur að hún geti ekki orðið súrari, þá verður hún það. Miklu.

Þetta hefur með leikaraliðið að gera. Þessar myndir eru allar mjög litaðar af liðinu sem er í þeim. Og það er eins og allir séu í sinni eigin mynd... sem er ekkert sama myndin. Og þeir eru alltaf í stórum dráttum sömu karakterarnir:

Boggi til dæmis er alltaf hálf vankaður karakter í stóner mynd.
Bjarki Týr heldur alltaf að hann sé karakter í Takashi Miike kvikmynd.
Gylfi taldi sig vera aðal gaurinn í Pepin/Merhi rip off af the Godfather.
Helgi var Hanna Barbera teiknimyndapersóna, föst í einhverju sem var einskonar sambland af Zabriski Point & Rambó á spítti.

Allir aðrir gera þetta með mismiklum eða litlum tilþrifum.

Þarna höfum við sem sagt tvo karaktera úr sitt hvorri kvikmyndinni, og þeir hafa ákveðið að borða mikið af sveppum... eða eitthvað. Annað skýrir ekki sánuatriðið:

"Við skulum tala saman á dulmáli."
"Ég kann nú ekki dulmál..."
"Tölum samt dulmál."


... og allt þetta röfl um vatnið. Jæja...

Ég setti enskan texta á þetta. Þá geta erlendir aðilar notið þessa meistaraverks með okkur.

Þetta er þriðja, síðasta, og lang súrasta myndin í seríunni um óþokkann James Blond og ævintýri hans. gerið svo vel:

James Blond 3:

James Blond 3 from asgrimur hartmannsson on Vimeo.



Damn.

föstudagur, maí 14, 2010

Dagur 71 ár 6 (dagur 2263, færzla nr. 913):

Ekkert af viti enn:



Úr Pizza Hut... Code Geass.

AMV:



Gaman að þessu.

fimmtudagur, maí 13, 2010

Dagur 70 ár 6 (dagur 2262, færzla nr. 912):

Meira óvitrænt stöff, meira til afslöppunar en annað:



Ali project. Agalega skrýtin hljómsveit... þetta er úr Code Geass. Þið vitið - Pizza hut, vélmenni, heimsyfirráð, þetta venjulega. (50 þættir, lag í byrjun, annað í endinum, það er skift á 10-15 þátta fresti...)

Höfum þetta bara svona núna:



Code Geass: sambland af grískum harmleik og Transformers. Þar sem allir ganga í skóla í Versölum og úthverfin eru rústir. Bókstaflega.

Jæja, það er þó ekki stanslaust myrkur í framtíðinni hjá þeim.

Og annað:



Svolítið gott að hafa hljóðrásina út Yu-Gi-Oh abridged í þessu. Grín á kostnað einnar teiknimyndar notað til að gera grín að annarri, allt öðruvísi.

miðvikudagur, maí 12, 2010

Dagur 69 ár 6 (dagur 2261, færzla nr. 911):



Úr Death Note. Sem eru afar hægir þættir um tvo gaura sem hugsa voða stíft. Jafnvel hægari en Mari-mite, sem er á að horfa eins og allir séu á valíum. Róandi stöff. Þeir byrjuðu með einhverju júróvisjón-hljómandi tónverki, en skiftu yfir í þetta eftir nokkra þætti. Það er voða einkennilegt kerfi á þessu hjá þeim, þeir skifta oft um upphafs og endamúsík eftir 10-15 þætti. Og mikið af því er með alvöru hljómsveitum sem gefa út plötur, en ekki bara einhver náúngi niðri í kjallara með hljómborð eins og oftast.

Og þannig stendur á því að það eru svona myndbönd.

Meira AMV:

þriðjudagur, maí 11, 2010

Dagur 68 ár 6 (dagur 2260, færzla nr. 910):

Hljóp allt of mikið í dag. Fékk fullt af upplýsingum sem mér hefði þótt ágætt að fá í byrjun annar. Alveg týpískt. Jæja....

Nóg um það:

Treiler:



Return of the living dead.

"It worked in the movie!"

"Send more cops."

Muahaha! Þetta er frábær mynd.



Re-animator.



Zebraman.

Og kvikmynd kvöldsins er ekkert lík neinu af þessu:



The Lady Vanishes. 1938.

Þetta er frekar góð mynd, að öllu leiti. Jú, hún er alveg ofsalega gömul, en þetta er gott stöff. Byrjar sem grínmynd, og svo eftir 25-30 mínútur... breytist hún í svolítið annað.

Ágætis mynd, svo hafið poppið til.

mánudagur, maí 10, 2010

Dagur 67 ár 6 (dagur 2259, færzla nr. 909):

Þarf að skila ritgerð á morgun. Hún er 43 blaðsíður, en þarf víst bara að vera 25-30. Þá verður bara svo að vera.

Svo er próf.

Ekkert að segja um það, í sjálfu sér. Þarf helst að mæta í það, það væri góð byrjun. Muna muninn á öllum þessum t & z prófum, sem eru of svipuð til þess að ég eigi auðvelt með það.

Jæja, 1.96 gefur okkur z gildi fyrir 95% afköst í slíku prófi. Þá vitiði það. Svo getiði lesið ykkur til um 68-95-99.7 regluna hér.

Gaman gaman. Það verður eitthvað miður gáfulegt hér á morgun, að vanda.

sunnudagur, maí 09, 2010

Dagur 66 ár 6 (dagur 2258, færzla nr. 908):



Þessi mynd sýnir að sumarið er vissulega byrjað. Padda. Það er sumardýr.

1.96. Feh...

Anime opening theme, live:



Úr Shin Seki Evangelion, AKA Neon Genesis Evangelion. Þessi með vélmennunum með framlengingarsnúrur eins og ryksugur. Þar sem framtíðin er segulband! Þeir sáu æpotið ekki fyrir. Og allir karakterarnir eru kolruglaðir. Og síðustu tveir þættirnir eru gerðir fyrir engan pening vegna þess að stúdíóið fór á hausinn og yfirmennirnir voru böstaðir fyrir skattsvik út af misheppnuðu "Springtime for Hitler" plotti.

AMV hell, aftur:



Reiðir sig ekkert á að maður viti neitt um þetta.

laugardagur, maí 08, 2010

Dagur 65 ár 6 (dagur 2257, færzla nr. 907):

Heimurinn er miklu skemmtilegri þegar að er gáð en ég hafði áður haldið; hann er fullur af vélmennum og sæskrímslum og mannætum. Drápsvélmennum sko. Ja, og friðsamlegri vélum...



Þetta verður aldrei leyft hér. Þetta er nefnilega allt of sniðugt, að ég tali nú ekki um hve illilega heimskt fólk getur meitt sig á þessu. Ekki bara verður það rekið á hol, heldur verður það brotið saman líka. Sem er náttúrlega bara töff.

Það eru forljót sæskrímsli þarna ofaní sjónum, við vitum það öll, það hinsvegar vantar hér vélmenni. Reyndar er stórkostlegur skortur á almennum töffleik hér, og hefur alltaf verið.

Spilavíti til dæmis eru töff. Allaf þegar kemst upp um slíkt, er það lagt í rúst.
Átóbanið er töff. Svo auðvitað er ekkert svoleiðis hér. Við höfðum efni á því, og höfum enn. Hey, kostar ekki bensínið yfir 200 kall lítrinn? Hvar er þjónustan?
Súlustaðir eru töff. Þess vegna eru þeir bannaðir.
Bæði vélbyssur og kókaín eru töff, það sannar þetta myndbrot:



Auðvitað er það allt bannað.

Hvað er ekki töff? Lopapeysur, jogging-gallar og hjólhýsi. Það er fátt minna töff en þetta þrennt. Og þetta þrennt fer yfirleitt saman. Það eina sem hugsanlega er minna töff en þetta þrennt, eru vinstri grænir, en þeir og þeirra hugsunarháttur eru einmitt ástæða þess að við erum, og höfum aldrei verið töff. Ekki einu sinni árið 2007. Come on, má ég mynna ykkur á að þá óku allir um á jeppum? Það, skal ég segja ykkur, eru landbúnaðartæki. Ef þið þurfið bíl með drif á öllum er Benz 4matic eða Subaru málið, ekki jeppi. Ef þið finnið hjá ykkur þörf til að draga eitthvað, þá eigiði að aka um á annaðhvort stórum Benz eða Ford Crown Vic.

Fólk, heimurinn er töff, það eru bæði sæskrímsli þar og vélmenni. Þar sem þið eruð hvorugt, þá þurfiði að hafa smá fyrir því að vera töff. Þið getið ekki hangið á spilavítum, sniffandi kókaín, skjótandi úr vélbyssum horfandi á súlustelpur, og það er ekkert átóban... svo... Ég veit ekki hvað þið komist upp með að búa til bökur úr mörgum táningsstelpum, en þið verðið ekki lengi í djeilinu fyrir það.

fimmtudagur, maí 06, 2010

Dagur 63 ár 6 (dagur 2255, færzla nr. 906):

Fyrst þetta:



Þetta er úr Simoun, sem eru ágætlega undarlegir þættir. Skrítið plott. Skrítin músík - hér eru nokkur tóndæmi - Allt lítur voða undarlega út; aðalpersónan í þeim lítur til dæmis út eins og lukkutröll.

Svo þetta:

þriðjudagur, maí 04, 2010

Dagur 61 ár 6 (dagur 2253, færzla nr. 905):

Treiler:



Lofaði ég ekki að það yrði minna yuri í næsta treiler? Og ég stóð við það.

Og þá að rugli vikunnar: Myndin þar sem Boggi keyrir tvisvar niður stigann. Þessi með "blóðinu" sem þvoðist ekki af fyrr en eftir viku.

Kvikmynd kvöldsins var næstum 10 mínútna löng. Sú lengd var að miklu leiti til komin vegna kreditlistanna, sem sáust aldrei voða vel, með músík sem hljómaði meira eins og skruðningar. Ég lagaði það til, og þar fóru 2 mínútur.

Ég snyrti sum atriði aðeins, þau voru lengur að byrja eða héldu of lengi áfram. Það var aðallega þessi eldur, og senan þar sem þeir eru að mixa landann, og lokasenan þar sem þeir sulla niður sönnunargögnunum. Þau atriði héldu bara áfram...

Þetta er miklu betra núna.

Skömmu eftir að ég setti myndina á youtube fann einhver hana og setti hana á feisbúkk. Þess vegna hafa fleiri séð þessa mynd en nokkra aðra. (Hefur öruglega eitthvað með subbið að gera.)

Plott... man ekki. Eitthvað í sambandi við dópdílera og leigumorðingja. Þetta kemur út eins og bóna fide stóner mynd. Það var ekki það sem við lögðum af stað með - við vorum að hugsa meira svona Miami Vice/Lethal Weapon... eitthvað. En nei. Þetta á meira sameiginlegt með A Scanner Darkly. Ekki viljandi, en þannig endaði það.

Þetta byrjar með einhverju óskiljanlegu samtali sem endar með áflogum, svo er panað yfir á nokkrar dúfur...

Eftir áflogin kaupir annar áflogahundurinn dóp og fer með það út. Enter eini dópistinn. Hann fjárfestir í landa á uppsprengdu verði, (10.000 krónur?!? WTF???) svo fer hann og kaupir smá af þessu dópi og setur það í landann. Jummí. Hann drekkur þetta, hoppar upp í bíl og keyrir niður stigann.

Næst fer hinn ofbeldismaðurinn í símann og hringir í leigumorðingja, sem verður lítillega pirraður þegar hann fréttir að hann á bara að ráða einn mann af dögum. Hann fer út og skýtur fyrsta manns em hann sér, sem reynist vera eini dópisti heimsins. Þetta verður til þess að hann keyrir aftur niður stigann, nema meira. Þú sérð að bíllinn er búinn að velta áður niður stigann vegna þess að það er beygla á þakinu á honum. við veittum smáatriðum mikla athygli, alltaf.

(Ef ég gæti endurgert þessa mynd (sem er reyndar ekkert sérlega freistandi) myndi ég gera meira úr þessum bíla misþyrmingum. Gaurinn myndi keyra niður stiga. Svo velta bílnum. Tvisvar, með löngu millibili. Svo keyra fyrir björg, sem væri epísk, þriggja mínútna sena í sló mó. Sem endar með nokkrum sprengingum. Alltaf á sama bílnum, í verra og verra ástandi eftir því sem á líður. En það er ekki að fara að gerast. En það er það sem hefði gerst ef við hefðum haft getu til þess þá. Hey, ef við hefðum haft getuna til þess hafðu öll atriðin verið langt út fyrir allan þjófabálk yfirdrifin - svo mikið að Michael Bay hefði sagt við sjálfan sig: "ég get ekki toppað þetta," og lagst í þunglyndi.)

Þessi mistök leiða af sér smá vesen, sem leiðir af sér einvígi. Sem leiðir af sér að þá eru allar persónurnar dauðar. En það er ekki allt búið...

Og nú veit mamma Bogga hvernig stóð á því hve hratt gekk á hveitið það árið.

Ég setti texta á þetta. það þjónar tvíþættum tilgangi: nú geta útlendir ríkisborgarar líka notið þessa einstaka listaverks, og innlendir ríkisborgarar eiga líka auðveldara með að fylgjast með hvað er verið að segja. Þið verðið að segja mér hvort það hjálpar, ég einhvernvegin efast um það.

Hvað um það, ég gerði mér fljótt grein fyrir að þetta væri ekkert ofur góð kvikmynd, en fjandinn hafi það, hún kemur helvíti vel út eftir að hafa verið snyrt aðeins til. Ég var ekkert búinn að sjá hana í mörg ár þegar ég lét setja hana á DVD, og hún var jafn vond og mig mynnti. En eins og ég sagði... það þurfti bara að trimma aðeins af henni langdregnustu partana. (Hver nennir að sitja yfir 2 mínútum af eldi?) Og ég breytti nafninu í nokkuð miklu meira viðeigandi:

This is your drugs on brain!



Af hverju í dauðanum er "Sex and the city 2" treilerinn og "the best of Liz Lemon" featured video með þessu?

mánudagur, maí 03, 2010

Dagur 60 ár 6 (dagur 2252, færzla nr. 904):

Ef þú hefur tvo hópa, og nennir ekki að fara út í svakalegar mælingar til að vita hvort það er einhver munur á þeim, þá er hægt að nota aðferð sem gefur grófa niðurstöðu, og kallast Cohens d.

Það eina sem þarf að vita er meðaltal hópanna og staðalfrávikið í útakinu. Niðurstaðan verður tala á bilinu 1.0 & 0.0. 0.0 er eins og þið getið giskað á, enginn munur. 0.2 er það lítill munur að það þarf að fara í þessar blessuðu flóknu mælingar til að finna hann, 0.5 er sjáanlegur munur, og 0.8 er munur sem er augljós hvaða fífli sem er.

Og nú vitiði ekkert um hvað ég er að tala.

Næst útskýri ég kannski fyrir ykkur raðsummupróf. Þau eru frekar einföld og auðskilin, merkilegt nokk.

En hvað um það...



Úr Bokurano. Einn af þessum þáttum sem fjallar um vélmenni. Það fer alltaf eins: þeir byrja með fullt af persónum, og svo fækkar þeim ört. Ég veit ekki af hverju, en þetta lag minnir mig alltaf voða mikið á Bon Jovi.

Og þá er það þetta, Robot chicken AMV hell:

sunnudagur, maí 02, 2010

Dagur 59 ár 6 (dagur 2251, færzla nr. 903):

Það komu gjörsamlega allir sem eru á landinu til ömmu áðan. Annars... Ekkert að ske...

AMV: (sem er ekki AMV, heldur bara MV. Lagið er hinsvegar úr anime.)



Úr Code Geass R2, sem fjallar um einstakan snilling sem bjargar Japan undan yfirráðum Breska heimsveldisins með hjálp Pizza Hut. Og með göldrum. En aðallega Pizza Hut.

Þetta er AMV:



Og þetta er AMV hell. Aftur. Meira:



Og þetta er Robot Chicken:



Sami húmor, annað format.

laugardagur, maí 01, 2010

Dagur 58 ár 6 (dagur 2250, færzla nr. 902):

Aftur, af því ég hef of mikinn tíma og verð frekar leiður á aðfallgreiningu, wilcoxon mann whitney og kvimleiðum frávillingum sem bjaga mælingarnar. Ég held við séum flest fyrir innan 95% öryggisbil, þó sum séu yst á jaðrinum. Aðrir eru fyrir utan fyrsta staðalfrávik. En það er í sjálfu sér ekki óalgengt. Að vera fyrir utan þriðja staðalfrávik hinsvegar er skrítið. Mjög svo. Þar eru Jóhann risi og slíkir menn.

En hvað um það, AMV:



Þetta er líka úr Code Geass. Hljómar svolítið eins og eitthvað úr júróvisjón, ekki alveg, en svipað. Þetta er yfir meðallagi viðeigandi, það er ekkert alltaf þannig. Man allt í einu eftir þessu. Þetta er loka-kreditsenan úr Gundam Wing. Sem eru augljóslega þættir um gaura sem birtast allt í einu á vélmennum og leggja heiminn í rúst. þegar þeir eru búnir að sprengja allt á jörðinni í tætlur, traðka á tætlunum og kveikja í þeim, þá fara þeir út í geim og sprengja meira. Á milli taka þeir pásur þar sem þeir röfla yfir hver skelfilegt það sé að verið sé að sprengja allt í tætlur. Og í lok hvers þáttar fáum við að horfa á þessa stelpu umgangast einhver villidýr valin af handahófi.

Kannski gaf þetta þeim hugmyndina að AMV hell:



Af hverju var þessi maður að berjast við hænur? Ehh...