sunnudagur, maí 16, 2010

Dagur 73 ár 6 (dagur 2265, færzla nr. 915):

AMV:



YMO. (Sömu gaurarnir og gerðu lagið í byrjuninni á "Veistu hver ég var?" með Sigga Hlö á Bylgjunni - ef einhver hefur veitt þeim þáttum athygli.) Þökk sé karíókí textanum sem koma í teiknimyndunum sem þetta er í, þá veit ég nákvæmlega hve væminn textinn við þetta er. Það er pínulítið öðruvísi útfærzla...

Hvað um það, þetta er semsagt noðað í lokakreditlistann á Maria+holic, sem eru þættir sem ganga alfarið út á að gera grín að lesbíum. Sem er svolítið eins og að gera grín að dvergum. Það er til einhver ógurlegur haugur af þáttum um lesbíur, og þeir eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög óviljandi fyndnir.

Trúið því ekki?

Horfið á þetta: Oniisama e. Þessir þættir voru teknir af dagskrá í Frakklandi. Þeirra skilgreining á barnaefni er eitthvað öðruvísi en japana. Hvað er þetta? Hugsið ykkur ef the L-word þættirnir héldu að þeir væru kung-fu-mynd, aðalpersónan væri kýld, bitin og lamin eða pyntuð á ýmsa vegu í hverjum einasta þætti, 3/4 af persónunum væru hoppandi geðveikar, bara tvær væru bona fide lesbíur og hinar væru bara svona hrikalega áhrifagjarnar. Nákvæmlega jafn súrrealískt og það hljómar. Gott stöff.

Eða Mari-Mite. Þar sem *allar* persónurnar eru fertugar 14-16 ára stelpur. Á valíum. Alveg háalvarlegt prógramm, það. Og þetta er gert fyrir 14-16 ára stelpur. Þetta á ekki að vera fyndið. En er það, og verður bara fyndnara ef maður fer að hugsa út í málið... sko, drengjaskólinn er við hliðina, af hverju fara þær ekki þangað?

Þetta virkar hinsvegar bara ef þættirnir eru hugsaðir fyrir stelpur. Þá fær þetta að vera óviljandi fyndið í friði. Annars, ekki svo mjög. Þá er ekkert varið í það lengur.

Jæja:

AMV: bara Azumanga Daioh:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli