laugardagur, maí 15, 2010

Dagur 72 ár 6 (dagur 2264, færzla nr. 914):

Treiler:



Þessi yuri-ræma fékk næstum því óskarsverðlaun. Næstum. Sá hana einhverntíma, og fannst hún nokkuð góð, reyndar.

En að kvikmyndinni:

Þessi mynd er reyndar á jútúb, en í 2 pörtum, vegna þess að hún varð yfir 12 mínútur eftir klippingu... var 17 fyrir. Mér fannst ég alveg hafa klippt nóg. En hvað um það.

Jútúb 1.
Jútúb 2.

Þessi mynd byrjar á alveg ískyggilega löngum brandara. Svo er vondi kallinn kynntur til sögunnar á óskiljanlegan hátt. Eins og venjulega.

Svo kemur mjög langur eltingaleikur. Hann gerist ekki í evklíðsku rými.

Eftir 3 1/2 mínútu skeður plottið. Ehm... eða þannig. Þessi mynd er alveg ógnvænleg. Þegar maður heldur að hún geti ekki orðið súrari, þá verður hún það. Miklu.

Þetta hefur með leikaraliðið að gera. Þessar myndir eru allar mjög litaðar af liðinu sem er í þeim. Og það er eins og allir séu í sinni eigin mynd... sem er ekkert sama myndin. Og þeir eru alltaf í stórum dráttum sömu karakterarnir:

Boggi til dæmis er alltaf hálf vankaður karakter í stóner mynd.
Bjarki Týr heldur alltaf að hann sé karakter í Takashi Miike kvikmynd.
Gylfi taldi sig vera aðal gaurinn í Pepin/Merhi rip off af the Godfather.
Helgi var Hanna Barbera teiknimyndapersóna, föst í einhverju sem var einskonar sambland af Zabriski Point & Rambó á spítti.

Allir aðrir gera þetta með mismiklum eða litlum tilþrifum.

Þarna höfum við sem sagt tvo karaktera úr sitt hvorri kvikmyndinni, og þeir hafa ákveðið að borða mikið af sveppum... eða eitthvað. Annað skýrir ekki sánuatriðið:

"Við skulum tala saman á dulmáli."
"Ég kann nú ekki dulmál..."
"Tölum samt dulmál."


... og allt þetta röfl um vatnið. Jæja...

Ég setti enskan texta á þetta. Þá geta erlendir aðilar notið þessa meistaraverks með okkur.

Þetta er þriðja, síðasta, og lang súrasta myndin í seríunni um óþokkann James Blond og ævintýri hans. gerið svo vel:

James Blond 3:

James Blond 3 from asgrimur hartmannsson on Vimeo.



Damn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli