mánudagur, maí 31, 2010

Dagur 88 ár 6 (dagur 2280, færzla nr. 921):

Trailer:



AVP.

Mér finnst þessi alltaf svo viðeigandi í öllum kosningum: "whoever wins, we lose."

En hvað um það:

Kvikmynd kvöldsins: Goði.

Þessi mynd er afar stutt, og augljóslega ekki gerð fyrir krónu, hvað þá eyri. Mér datt í hug að texta hana, þar sem það var á annð borð hægt, svo nú geta flestir fylgst með plottinu.

Söguþráðurinn er í stuttu máli sem svo: Maður ræður leigumorðingjann Goða til að drepa mann, Konstantínópel að nafni, fyrir að hafa ekki gefið sér sjúss. Goði gerir það. Þá ræður annar maður Goða til að myrða manninn sem réð hann til að myrða Konstantínópel.

Allt mjög trúverðugt, að sjálfsögðu. Óskarsverðlaunaefni, augljóslega: Þessi mynd fékk eina umsögn eftir að hafa verið á netinu um stund: "That was the strangest thing I think I've seen on YouTube to date."

Og hér er hún:



Þar höfum við það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli