laugardagur, desember 31, 2011

Dagur 301 ár 7 (dagur 2856, færzla nr. 1069)

Það er gamlársdagur, kominn tími til að völvast:

Hvernig tókst til seinast:

Fleiri Íslendingar flýja óheyrilega skattheimtu - Á sama tíma fjölgar fólki á örorkubótum

Stemmir.

Þjóðardrykkur íslendinga verður Landi.

Ja, ÁTVR tekur minna inn, en drykkja minnkar ekki...

Iceave verður aftur fellt í þjóðaratkvæðagreiðzlu,

Ekki enn, en það stendur til á næsta ári.

Og svo verður eldgos.

Já. Í Grímsvötnum.

Kaninn fer hvorki frá Afganistan né Írak.

Í raun, já. Þeir segjast hafa farið frá Írak - en það er bara formlega. Það eru enn fjölmargir hermenn þar.

En að næsta ári:

Innanlands:

Ríkisstjórnin heldur áfram að reyna að koma landinu á hausinn. Þau gera eitthvað frámunalega heimskulegt sem gerir lífið verra og leiðinlegra. Fleiri en 1000 flytja héðan fyrir vikið.

Allir peningarnir halda áfram að fara í AGS.

Hell's Angels bjóða sig fram til Alþingis. Þeir fá ágætis fylgi, enda ekki þekktir fyrir jafn víðtæk og skaðleg glæpaverk og þeir sem venjulega bjóða sig fram.

Reykvíkingar finna sér fullt af nýjum og áhugverðum hlutum til að vera hræddir við.

Katla gýs loksins. Í vor. Það verður vinsælt út um allan heim.

Kokkur myrðir 60 manns með rottueitri á einhverju þorrablótinu. Eftir það verða sett lög sem gera það nánast ómögulegt fyrir nokkurn mann að gerast kokkur á Íslandi.

Í Útlöndum:

Norður Súdan fer í Stríð við Suður Súdan.

N-Kóreumenn gera smá-árás á S-Kóreu til að beina athyglinni frá smá erjum sem topparnir þar eiga í.

Í Kína hefjast svo miklar óeirðir að það verður ekki hægt að halda þeim leyndum.

Heimurinn stefnir nær þriðju heimstyrrjöldinni. Ég hef hana setta á 2018.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli