þriðjudagur, apríl 05, 2005

Dagur 30 ár 2:

Var í Skálholti á sunnudag. Ég sagði ömmu áður en ég fór að ég væri að fara í Skálholt. Samt ákvað amma að elda. Jája. Henni hafði verið sagt að ég væri á leið út í langan langan tíma, og væri ekkert væntanlegur fyrr en eftir dúk og disk, en samt tók hún sig til og eldaði, á venjulegum matartíma eins og ekkert hefði í skorist.

Í Skálholti eru neðanjarðargöng sem liggja eins og staðan er ekki neitt. Þau eru dimm og köld, og þar er lágt til lofts. Þar er líka turn sem ég hefði þurft að ráfa uppí. Varð að láta mér nægja að læðast uppá hanabjálka.

Tók eftir því að það sést miklu meira af stjörnum við Skálholt en í útjaðri RKV. Miklu meira. Við sjáum ekki nema 1/2 % af þeim úr Heiðmörk.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli