miðvikudagur, apríl 27, 2005

Dagur 52 ár 2:

Þegar ég vaknaði í morgun var einhver brjáluð kelling niðri að þrífa. Hún gargaði hástöfum á ömmu. Mig grunar sterklega að hér hafi verið á ferðinni nágrannakellingin. Hún á það til að vera fremur hávær. Sennilega verið mikið innan um gamalt fólk.

Samt heyrir amma ekki það illa. Málið er að hún heyrir bara það sem hún vill heyra. Svipað og afi gerði. Sem gerir það að verkum að það er ekki talandi við hana, frekar en það er talandi við hund.

Svo hringdi Alcan í mig. Varð að fara á fætur þá, þó ég nennti því eiginlega ekki. Það væri fínt að fá vinnu í álverinu. Þessu sem er nær okkur, þ.e. Mér skilst það sé boðið upp á rútuferðri þangað. Gott stöff. Sé til... sé til...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli