mánudagur, apríl 25, 2005

Dagur 50 ár 2 (dagur 415, færzla nr. 275):

Það er slæm hugmynd að fara á elliheimili skilst mér. Ef það brotna í þér beinin á elliheimili fá þau að vera brotin þartil þú færð þér gistingu á garði, skilst mér. Ef þú átt einhvern pening þegar þú ferð inn, og hlýtur af hunum góðan lífeyri, mun hann allur verða tekinn af þér og notaður til að halda uppi þeim sem ekki hafa neinn lífeyri.

Þannig er það. Svo það er best að sleppa því alveg að fara á elliheimili í framtíðinni. Sleppa bara þeim hluta alveg, og fara í staðinn beint á garðinn.

Gisting á garði er samt ekki að eilífu. Þegar ekki hefur verið hirt um leiðið í nokkur ár verður grafið aftur , og þá mun hræið af ykkur fá smá félagsskap, þ.e. ef eitthvað er eftir af því.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli