fimmtudagur, október 06, 2005

Dagur 213 ár 2 (dagur 578, færzla nr. 316):

Að venju veit ég í dag hvorki havð ég er að gera né hvað ég á af mér að gera. Það er bara eitt sem er nokkuð ljóst, og það er að ég fer ekki að skoða Október festið í ár. Í staðinn fer ég að vinna.

Já, í staðinn fyrir að eyða pening og hella mig fullan, þá fer ég að vinna mér inn pening, og ekki að hella mig fullan.

Ekki það að ég hafi hingað til tímt að drekka mig mjög fullan á Október festinu. Né nennt því. Það er of þröngt á þingi þarna. Of löng bið eftir meira öli.

Já, ég býst við að ég verði frekar þurr þetta árið. Sennilega næstu líka.

***

Að tengdu máli:

Ég heyri að vitleysingarnir sem öllu stjórna ætli nú að hindra dópista í að kaupa sér nú lögleg eiturlyf með því að gera þeim það ólöglegt.

Ég spái því að við þetta leiðist blessaðir mennirnir út í glæpi, alvöru glæpi sko, ekki lélega glæpi sem koma bara niður á þeim, heldur innbrot og rán og svik vændi og hvaðeina.

En auðvitað er betra að hafa brjálaða dópista farandi um ránshendi en að hafa þá rólega heima hjá sér eða undir tré eða hvar sem þeir halda sig eiginlega.

Ég er á öðru máli en yfirvöld, enda er ég ekki slíkur mannvinur að ég vilji gera mönnum lífið erfiðara og kvalafyllra en það er, og slík er illska mín að ég er hreint og beint á móti innbrotum og líkamsárásum í ránsskyni.

Þvert á móti legg ég til að skammtastærðir þessara stórhættulegu vanabindandi efna verði stækkaðar, helst upp í hundrað töflur á viku eða meira eftir þörfum. Þetta verði svo selt á lágu verði til hver þess sem er svo vitlaus/vonlaus að hann telur sig þurfa þess með.

Ég spái því að það sem ég legg til verði ekki framkvæmt. Ég hef í huga að þetta er sama fólkið og breytti Hringbrautinni. Meikar hún sens? Ekki fyrir mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli