mánudagur, október 17, 2005

Dagur 224 ár 2 (dagur 589, færzla nr. 321):

Ég hef verið að pæla í nokkrum hlutum undanfarið, og er með kenningar:

1:

Baugsmálið.

Ég hef enn ekki skilið það allt, og mun seint, enda vill enginn tala af lagalegum ástæðum. Fullt af fólki er til í að hreyfa tunguna og gefa frá sér hljóð, en ekkert af því er í neinum tengslum við efnið sem þau þykjast ræða um, svo ekkert er þar að fá.

Á hinn bóginn held ég að ég hafi skilið hvernig kellingin þarna, þessi sem var á öllum forsíðunum um daginn, Jóna eða eitthvað, þið vitið, þessi gamla, feita þarna, sem hefur mikið verið röflað um í tengslum við málið, ég tel mig vita hennar sögu:

leiðréttið mig ef ég segi eitthvað rangt...

1: kvensan kemur sér upp líkamsræktarstöð.
2: líkamsræktarstöðin fer á hausinn.
3: kvensan hittir Jóhannes í bónus, og hann tekur hana upp á sína arma.
4: kvensan heimtar að Jóhannes í bónus borgi það sem uppá vantar í þrotabúi hennar sjálfrar.
5: Jóhannes í bónus vill ekki borga.
6: kelling móðgast mjög og það kemur til málaferla sem berast út á götu.

Sem sagt, kellingin hefur í raun ekkert tilkall til þess að vera hluti af þessu annars dularfulla máli. Hún er hluti af allt öðru og auðskiljanlegra máli, og er í raun vondi kallinn í því.

Hvar Davíð kemur inn í það veit ég ekki, en ég hef enn þá kenningu að það tengist krabbameini í skjaldkirtli og ofsóknarhugmyndum sem kunna að stafa af slíkum kvillum.

***

Annað sem ég hef hugsað um er Haltu Kjafti, spjallvefur Vina Ketils bónda. Sá vefur sýnist mér hálf dauður síðan Húgó nokkur lokaði fyrir alla heimskulegustu þræðina: 1000 hlutir til að gera á fimmtudögum, og 100 hlutir til að segja ef maður rekur tána í þröskuldinn og svo frv.

Mig grunar að þeir þræðir hafi haldið fólki við efnið. Nú þegar það er ekkert heimskulegt lengur að stunda, þá hefur fólk minni ástæðu til að fara á spjallþræðina.

***

Hvað er málefnaleg umræða?

til að komast að því þurfum við fyrst að átta okkur á:

1: hvað eru málefni?
2: hvað er umræða?
3: hvað er að vera "einhvers-legur"?

Umræða, er þegar einhver eða einhverjir halda ræður eða tala saman um eitthvað.

Málefni, hlýtur að vera það sem mál er búið til úr. Kannski er meint pappamál. Ef svo er, þá er ljóst að málefni er pappír. Ef meint er plastmál, þá virðist málefni vera plast.

málefnaleg umræða er þá umræða um pappír eða plast. Sem er vissulega mjög undarleg niðurstaða í ljósi þess hvenaær þessi ferlegi frasi er notaður.

Málefni gæti líka verið það sem talmál er gert úr, þ.e.a.s. orð og hljóð úr munni.

Þá skulum við skoða hvað það er að vera "einhvers-legur". Það er að sjálfsögðu að líkjast einhverju, eða vera einhvernveginn augljóslega eða sjáanlega á einhvern hátt. Þ.e: að vera bjánalegur er að vera eins og bjáni, að vera ógurlegur er að lýkjast ógri, og þar farm eftir götunum.

Vissulega leiðir af þessu að vera málefnalegur er að lýkjast orðum eða hljóðum úr munni.

Og þar hef ég niðurstöðuna:

Málefnaleg umræða er umræða sem líkist helst því þegar talað er.

Þetta útskýrir nú ýmislegt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli