laugardagur, október 22, 2005

Dagur 229 ár 2:

Hvernig stendur á því að mikla brautin annar minni umferð núna en hún gerði fyrir breytingu? Ekki hefur umferðin aukist um 100% síðan þá?

Kenning:
1: Það eru of mörg umferðarljós. Það þarf að fjarlægja þau öll.
2: Það þarf aðra lykkju þar sem brúin er. Eina til að komast niður komi maður frá hlemmi, aðra til að maður komist niður frá öskjuhlíð.
3: Það þarf lykkju þar sem beygt er inn á flugvöll, eða stórt hringtorg til að auka flæði umferðar. Það þarf að vera breitt svo menn geti athafnað sig þar á trukkum.

Þar sem miklabraut liggur þvert á hlíðarnar þarf hringtorg. Það mun mikið liðka umferð. Svo þarf eina stóra lykkju við mót miklubrautar og grensásvegar. Þá yrði hægt að aka alla leið að ljósunum við afleggjarann uppá Þorlákshöfn án þess að stoppa. Þar þarf að setja upp almennileg gatnamót, helst lykkju.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli