laugardagur, október 08, 2005

Dagur 215 ár 2 (dagur 580, færzla nr. 318):

Var að horfa eitthvað á sjónvarpið í gær. Ákvað að kíkja aðeins betur á þann klaufalega nefnda þátt "Íslenska Batselorinn". Ég hafði nefnilega rekist á part af hunum um daginn, og sá ekki betur en dömurnar sem þeir hjá skjá 1 höfðu fengið væru allar komnar vel yfir þrítugt.

Svo ég kem mér betur fyrir í sófanum og geri tilraun til að horfa á þetta. Ég sá fljótt að þetta er mjög samræmt efni, þessi þáttur. Hann er allur jafn bjánalegur.

Svo kynna þær dömur sig fyrir áhorfendum, og ég verð nokkuð hissa á að sjá að þær eru ekki allar komnar yfir þrítugt. Margar eru meira að segja yngri en ég. Og þær eru allr alveg ferlega ófríðar. Mikið svakalega. Með því að tína kvenfólk milli 20-30 af handahófi úr Kringlunni hefði fengist hópur sem væri skárri í útliti en þetta lið.

Allt mjög skoplegt að sjálfsögðu. Svo nennti ég ekki að horfa meira heldur fór að gera eitthvað annað. Man ekki hvað, en grunar að það hafi haft eitthvað með að gera að horfa á hina stöðina.

Hvað dettur þeim í hug næst? "Íslenski Sörvævirinn"? Sörvævor: Geldinganes? Sörvævor: Viðey? Eða kannski "Næsta Íslenska Top Módelið"? Sú sem vinnur fær að launum samning hjá Eskimó og mun birtast í heilli opnu hjá "Séð & Heyrt".

Svo er RÚV með eitthvað leikið efni. "Kalla-kaffi". Ég hef ekki þorað að horfa á þá þætti af ótta við að deyja úr bjánahrolli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli