laugardagur, janúar 14, 2006

Dagur 312 ár 2 (dagur 677, færzla nr. 353):

Aygo kostar minna en tvennar gallabuxur; einungis 20.000 krónur á manuði. (Eða þar um bil.) Eða það er að minnsta kosti það sem útvarpið segir mér.

Ég veit ekki með ykkur, en ég borga ekki mánaðargreiðslur af mínum gallabuxum. Reyndar held ég að allar mínar buxur hafi kostað minna en 20.000 í heildina. Þær dýrustu sem ég veit um kostuðu mig rétt um 3.000 krónur, allt út og ekkert á mánuði.

Ég á líka skó sem kostuðu 3.000 kall. Þeir eru mjög þægilegir.

Hvað ætli það séu margir þarna úti sem borga 10.000 krónur á mánuði fyrir gallabuxur?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli