fimmtudagur, janúar 26, 2006

Dagur 324 ár 2 (dagur 689, færzla nr. 359):

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í gær. Ég sá það. Sá einhverja djasstónlistarmenn spila. Þeir voru fjórir, og spiluðu sitt hvert lagið, samtímis. Það hljómaði afar illa, svo ég tók hljóðið af eftir skamma stund.

Auðvitað fengu þessir menn svo verðlaun.

***

Kosningar til stúdentaráðs eru seinna meir. Bæklingur Háskólalistans summaði stöðuna þar ágætlega upp með tilvitnun í gamalt lag: "Stuck in the middle with you".

Já. Þeir hafa jú fulltrúa í ráðinu. Kannski honum fynnist lagið tala til sín eftir hvern fund. Textinn er nefnilega: "Clowns to the left of me, jokers to the right", og svo framvegis.

Ég hata pólitík.

Pólitík er grámennska í öðru veldi. Menn fara út í pólitík til þess að fá borgað. Til þess að fá borgað er nauðsynlegt að vera í flokki, og vera kosinn. Til að komast nógu hátt þarf að vera sá gráasti af þeim öllum, með engan persónuleika, engar skoðanir, bara segja já og amen við öllu, fljóta ofaná hinum skítnum.

Pólitík stefnir að engu nema að vera vinna fyrir menn sem eru hæfileikalausir. Sósíópatar verða oft góðir stjórnmálamenn. Þeir bera ekki ábyrgð á neinu.

Svo rífast þeir, lengi. En um ekkert. Þeir eru í raun bara að fela að þeir eru að hafa af okkur peningana okkar með ofbeldi. Öðru hvoru hóta þeir að stofna her, og ef það er ekki samþykkt, að stækka víkingasveitina. Þið vitið, gaurarnir sem koma og lemja ykkur ef nágranninn sér ykkur handleika ryksuguna ykkar á grunsamlegan máta.

Mig langar ekkert að borga þessu fólki. Í barnó var það auðvelt, maður bara greiddi ekkert í félagsaðstöðuna. Ég er enn afar stoltur af því að hafa ekki ýtt undir stjórnmálamenn framtíðarinnar.

***

Það eru að koma mánaðarmót. Eftir 4 daga eða svo. Þá geta menn farið að hafa áhyggjur af því hvort þeir hafa efni á afborguninni á gallabuxunum sínum. Það verða um 10.000 kr samkvæmt auglýsingunni.

Já, það held ég að þið hefðuð átt að kaupa ódýrari gallabuxur. 10.000 á mánuði er ennþá allt of mkið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli