þriðjudagur, janúar 24, 2006

Dagur 322 ár 2 (dagur 687, færzla nr. 358):

Ég var með ekkert til að skrifa um, svo ég áhvað að kíkja á blöðin... þ.e.a.s. blöðin á netinu, mbl.is, visir.is. helvitiskjaftaedi.is og bullogvitleysa.com.

Gassprenging á Selfossi. Það gæti verið flott, en nei, það var víst bara smá púff, bara rétt til að svíða hár húseiganda. Mig sem var farið að hlakka til að aka um Selfosslaust suðurland.

Heimili minnka en neyzla eykst. Athyglisvert. Ég vissi ekki að meðalfjöldi á heimili væri 2.58 manns. Þegar ég last þetta flaug í gegnum huga mér brot úr laginu þarna, þessu með manninum sem ég veit ekki hvað heitir, en það er afar jarðarfararlegt: mér finnst ég hvorki heill né hálfur maður... eða eitthvað í það veruna.

Kannski eru þetta raddirnar sem ég heyri stundum á kvöldin? Allt þetta ráp upp og niður stigann og uppi á lofti þegar amma er í heimsókn hjá Völlu? Þessi 0.58 maður sem býr á hverju heimili.

Útgjöld ömmu lækka smám saman, eftir því sem síast inn hjá henni að ég er ekki 1.58 maður. Það hlytur að vera verðhækkun. Það er ríkið, er ég viss um. Hærri skattar, ekki bara á mat, heldur gjöld á byggingar og álögur sem leggjast beint á starfsfólk. Allt þetta berst nefnilega út í verðlagið.

Það er ekki að sakast við Jóhannes í Bónus.

Á Vísi fæ ég þær upplýsingar að Jóhannes Kjarval vinni hjá borgarskipulagi. Það er þá ekki að undra að skipulag sé svolítið... heimskulegt. Kjarval er nefnilega dauður. Nú, og uppvaktar leyfar fá að ráða hvað er byggt. Ég vissi það! Þetta hefur mig lengi grunað!



Af fundi skipulagsnefndar.

Meira en nóg til af eistum. Athyglisvert. En fyrst það er svo, til hvers að flytja þá inn? Ég meina, er ekki betra að flytja inn pólverja? Það eru fleiri pólverjar hér, svo þeir geta talað við hvern annan. Eða króata. Fyrst það er nóg af eistum þá þurfum við varla fleiri.

Ríkisstjórn Kanada fallin. Og? Senda þeir þá sendiráðsfólkið okkar til baka? Við getum bara vonað...

Kanadísk pólitík í stuttu máli.

Í öðrum féttum:

Kemur oft fyrir, er ég viss um.

Kis kis...

Hvernig virkja ég þennan eiginleika?

Vatn er vinur ykkar, alltaf að hlusta á ykkur...

Já...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli