mánudagur, júlí 10, 2006

Dagur 124 ár 3 (dagur 854, færzla nr. 427):

This site is certified 43% EVIL by the Gematriculator

Þar höfum við það. Mér hefur enn ekki tekist að vera nema í meðallagi illur. Afhverju ætli það sé?

Það er svolítið ferlegt að vakna svona snemma. Nema, það er engin umferð, svo maður kemst frekar upp með að dotta aðeins undir stýri. Maður gæti samt alltaf keyrt á ljósastaur, eða hest.

Ég er ekki viss um að ég vilji keyra á hest. Það þarf réttu græjurnar til þess. Mad Max-style grindur yfir framrúðuna og svoleiðis. Það þarf að halda kvikyndunum úti, sko.

Rollur eru allt annað mál. Það er í lagi að keyra á þær nema maður sé á Ferrari eða Lamborghini eða einhverjum öðrum ítölskum síbilandi farartækjum. Það eru einu bílarnir nógu lágir til að valda hættu á rollu innum framrúðuna við árekstur.

Maður þarf nefnilega að plana allar sínar ákeyrzlur á kvikfé fyrirfram. Til að hafa réttu græjurnar.

Best væri náttúrlega að vera með svone beljusköfu eins og var alltaf á járnbrautarlestum. Þið hljótið að hafa séð það í Lukku-Láka bókunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli