mánudagur, júlí 24, 2006

Dagur 138 ár 3 (dagur 868, færzla nr. 431):

Eftir enn einn leiðangur niðri í fjöru, þar sem hundurinn fór að sjálfsögðu beint í þangið og grútinn og fékk sér að drekka, ákvað ég að setja dýrið í bað - mynnugur þess hvernig lyktin er. Sjáið til, kvikyndið heldur sér svo oft nærri mér, og mér líkar ekkert við lykt af einhverri fjöru hvar sem ég fer.

Svo ég setti dýrið á baðkarið og smúlaði það. Setti smá sjampó á það og nuddaði á bakið, og svo náttúrlega hárnæringu - þó ég viti ekki alveg hvaða tilgangi hún þjónar. Það tók smá stund að smúla megnið af þessu úr feldinum aftur, og dýrið hafði þann leiða ávana að hrista úr sér vatnið, en þegar ég leyfði dýrinu að sleppa úr pyntinga... ég meina baðinu, þá lyktaði það mun betur.

Það var semsagt jarðaberjalykt af hundinum allan daginn, og gott ef ekki loðir enn við hana, eða það vona ég a.m.k.

Hvernig baðar maður svo hund? Það veit ég ekki...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli