mánudagur, júlí 17, 2006

Dagur 131 ár 3 (dagur 861, færzla nr. 429):

Illugi mættur. Með riffil.


Ekki svona samt. Þetta er Carcano, eins og Kennedy var skotinn með. Mikið tæki, það.


Þetta heitir svo Arisaka 38. Það er 7.7 millimetra japanskur herriffill. Virkar ótrúlega vel. Timbrið er hinsvegar búið til úr bambus sem er bara málaður til að líta út eins og timbur...


Þetta er eitthvað sjálfvirkt, tékkneskt. Ljótt. En athyglisvert. Lýtur út fyrir að hafa verið límdur saman úr mörgum minni rifflum.


Þetta er gott á hreindýr. Winchester 1895. Flott, já og nei, en vissulega athyglisvert vopn. Þeir mættu taka þetta upp aftur. Boltarifflar eru ekki jafn rapid-fire.


Þetta er Simonov, eða SKS. Þetta er það sem CCCP hafði áður en AK-47 kom til skjalanna. Þetta langa mjóa þarna undir hlaupinu er spjótsoddur, ef maður skyldi verða skotfæralaus. Sem gerist fljótlega því þetta tekur ekki nema 10 skot.


Þetta sýnist mér vera Mosin-Nagant. Þið getið fengið svona riffil fyrir 20-30 þúsund kall hér einhversstaðar. Ég hef séð þá... í Hlað, held ég. Gott stöff. Nákvæmt.

En Illugi á ekki neitt af þessu... ennþá. Hann var með eitthvað meira líkt þessu:

Þetta er hárnákvæmur riffill. Gæti skotið mús í augað að 50 metra færi. Að vísu er eins víst að músin myndi hlaupa á brott, helsærð, því þetta er ekki nema 4.eitthvað millimetra, en það verður bara að hafa það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli