sunnudagur, júní 03, 2007

Dagur 88 ár 4 (dagur 1183, færzla nr. 553):



Og í dag er svona líka yndislegt veður. Gaman gaman.

En nóg um vinnuna.

Eftir smá stund mun einhver fjörulalli ofanaf landi festa kaup á gífurlega stórum hlut í stærsta vinnuveitanda eyjunnar, og... ja... setja hann á hausinn viljandi, býst ég við.

Ja... fasteignaverðið lækkar þá væntanlega.

Samt - hvað getur hann gert við 49.X% af heildarhlutnum? Veit ekki. Þekki ekki reglurnar. Kannski selur einhver af Eyjamönnum? Þetta er á yfirverði. Freistandi. Sá hinn sami gæti verið litinn hornauga. En hvað með það? Þarf aldrei að koma aftur - ef það er nóg uppúr þessu að hafa.

Það þarf um 200.000.000 krónur til að geta lifað bara ágætu lífi af vöxtunum. Það væri samt svolítið stór hlutur... Hvað eiga margir svo mikið. Ekki ég. Það er ljóst. Þá gæti ég selt og flutt til Mexíkó.

Við skulum sjá.

Aukaverkun af kvótakerfinu, þetta mál.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli