sunnudagur, júní 10, 2007

Dagur 95 ár 4 (dagur 1190, færzla nr. 555):

Stundum er ég umkringdur mönnum sem þykjast vera flugmenn, eða eitthvað þaðan af verra.

Maður þarf að forða sér.

***

Fór með hundinn að rölta í gær. Sá nokkra krakka baða sig í klóakinu. Gaman hjá þeim. Það er eitthvað frárennsli þarna við vitann, illa lyktandi frárennsli, en það er ekki frá öllum bænum. Bara helmingnum.

***

Þar sem ég hef ekkert betra að gera, ætla ég að kenna ykkur að lita hamstra græna:

Maður fær sér svona lítra af grænum matarlit, og hvítan hamstur. Það er auðveldara að lita þá. Annars þarf maður að vesenast við að aflita þá, og svoleiðis gerir maður bara ekki við dýrin. Bara við selfyssinga.

Maður setur litinn í skál, og sökkvir hamstrinum í henni. Bara stutt, samt, ekki vill maður drekkja dýrinu. Það þarf ekkert að lyggja í lengi, bara að dýfast oftar í staðinn.

Svo lætur maður þetta þorna, og þar höfum við það: grænan hamstur.

Endurtakist eftir þörfum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli