föstudagur, júní 29, 2007

Dagur 114 ár 4 (dagur 1209, færzla nr. 560):

Einusinni fyrir langa löngu, þegar risaeðlur ráfuðu um héruð, tunglið var nær, jörðin var ekki almennilega kólnuð og amma var ung, Þá fundu menn upp bílinn, til að komast í Bónus.

Fyrst gekk ekkert of vel. Thomsensbíllinn til dæmis, var óttaleg drusla. Svo kom Ford T, sem var allt í lagi. Náði alveg 40 km/h, bilaði ekkert of oft, og eyddi ekkert of miklu. Svona kannski 15 á hundraðið.



1914 módel T-Ford.

Síðan eru liðin fáein ár. Nú eru bílar búnir til úr fleyri efnum en bara timbri og steypujárni. Nú eru þeir búnir til úr plasti og kopar og stáli og öllum fjandanum öðrum. Sumir eru Hæbrid, og eru það með 2 vélum, extra rafgeymum og allskyns svoleiðis kjaftæði.

Það er svo umhverfisvænt sko.



Þetta er svona Toyota Hæbrid. Eða Lexus. Með 2 vélum.

Og ég velti fyrir mér: nú eru í þessu 2 vélar, fullt af rafgeymum og það er allt extra þyngd sem þarf að bögglast um með, sem þýðir meiri eyðzlu sem því nemur. Þetta eru örugglega 2-3 extra kíló. (170 kg skv Lexus.com)

Það munar um minna.

En hvað um það: aðdráttaraflið er umhverfisvernd. Fokk Þatt. Kjaftæði. Ég get nefnt alveg nokkra bíla sem hafa verið smíðaðir undanfarin 100 ár sem valda minni eiturefnaútblæstri en þetta hæbrid dót alltsaman. Edsel til dæmis.

Eða 1930 Cadillac V-16.



Sko, Cadillac V-16 er bara með einni vél, úr steypujárni. Sem veldur smá útblæstri þegar hún er smíðuð. Svipað og þegar þessum Lexus er púslað saman. En Lexus er með 2, eins og ég hef komið að áður. Það er ekkert plast í Cadillac frá 1930. Leður, viður, steypujárn... stál kannski. 2 V-8 vélar í röð undir húddinu, lóðaðar saman í eina.

Lexus hefur fullt af öllu þessu, plús plast. Og Satnav og Fúbar og Polyglot og hvað annað fönkýsjitt er í þessum nýju bílum nú til dags.

Þegar búið er að setja saman þennan japanska kagga, þá er búið að dæla út jafnmiklum gufum og eitri og þegar Caddinn er kominn af bandinu, og farinn lengst út í sveit.

Útblástur? Feh. Bara Kolmónoxíð, smá óson, þið vitið, standard stöff. Þó Lexusinn gefi aðallega frá sér minna skaðlegt stöff eins og zyklon-b, þá má nú keyra Cadillacinn ansi lengi áður en fer að draga saman með þeim.

Og sökum þess hve Cadillacinn er einfaldari bíll, er miklu minna vesen og minna orkukræft að endurvinna hann - búa til nýjan í staðinn.

Samt - mig grunar að Lexusinn sé aðeins þægilegri bíll. Ég myndi samt frekar vilja einn með bara einni vél. Ég hef illan bifur á hvað gerist ef önnur bilar. Og það er þessi auka þyngd... 170 kíló? Ég er ekki nema 68!

Svo er dæmi þar sem er eins og þróunin síðan 1930 hafi öll verið afturábak.

Hvað er til dæmis þetta:



Þessi Lexus var alls ekkert sambærilegur bíll við þennan Cadillac. Betri aksturseiginleikar, meiri hraði, meiri snerpa, minni eyðzla (jafnvel með hæbridmótornum).

Svo kemur þetta apparat, einhver Hömmer, sem vegur jafn mikið og 2 Cadillacar, er ljótari en cadillac sem er nýbúið að setja í endurvinnzlu og er out-performaður af honum á allan hátt:

Vél:
Cadillac V-16: 452 tommur
Hummer: 364 tommur ekki nema V-8, úr steypujárni. Alveg eins og 1930.
Meðaleyðzla: báðir svona 4 mpg (65-80 á hundraðið).
Báðir ná svona 160 kmh, og það eru svipaðar líkur á að þeir tolli eitthvað á veginum ef það kemur eitthvað óvænt á þeim hraða - eins og td beygja.
Þyngd:
Cadillac: 2.8 tonn.
Hummer: 3.2 tonn.
Öryggisbúnaður:
Cadillac: nei, það var ekki búið að finna það upp þá.
Hummer: Já, en hver notar hann? Þetta er H2, þyngsti bíll í heimi, þyngri en T-33 skriðdreki! Maður deyr ekkert í árekstri á svoleiðis. Er það nokkuð?



Hann er eiginlega skárri svona...

Og svo lítur Cadillac betur út.

Næst eru það smábílarnir:

Anno Domini 1980 voru þeir litlir, og eyddu um 5 á hundraðið.
Sama árið 2007.
AD 1980 var best að vera ekkert að klessa á hluti. Ef þú gerðir það: Game over, man.
Núna: það er í þessu einhver stálgrind... og ekkert húdd. Sem veldur því að það er ekkert krumpusvæði, en yfirbyggingin leggst ekkert saman. Svona svipað settup og 1930 Cadillac V-16, sem kæmi á sama stað niður ef ekki væri fyrir öryggisbeltin.

Allavega, þá þarf eiginlega að hafa smá járn fyrir framan sig. Fólk þolir ekkert höggið, og tognar í hálsi og baki, og það hefur valdið mikilli aukningu á bakmeiðzlum síðan 1980. Á móti smá minnkun á dauða í staðinn.

Eh. Þróun...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli