mánudagur, nóvember 26, 2007

Dagur 276 ár 4 (dagur 1360, færzla nr. 620):

Þá halda foreldrar mínir að þau séu á leið til baka frá Kúbu.



En nei, lítið vita þau um það, enda er flugvélin eitthvað biluð, í öðru, töluvert meira framandi landi: nefnilega Kanada.

Það ók einhver asni á flugvélina, og rispaði hana lítillega, eins og sjá má að meðfylgjandi mynd:



Ég býst við þeim einhverntíma. Þau koma með Eimskip á endanum. Eftir páska. Kannski. Ef vindáttin er rétt.

Hvað um það. Þau geta þá væntanlega sagt okkur frá því hvort þau hittu Kastró, eða vofu hins ógnvænlega Téggivara, sem var einhver annar skúrkur sem bjó á Kúbu í denn og drap fullt af fólki og reyndi að breiða út kommúnisma og byltingar og... almenna eymd og volæði.

Eða, ef þau lesa þetta, geta þau bent þeim flug-gaurum á að setja bara teip á þetta. Það ætti að halda svona aðra leiðina. Nú, ef vængurinn dettur af, þá verða þau tvöfalt lengur á leiðinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli