sunnudagur, janúar 11, 2009

Dagur 313 ár 4 (dagur 1773, færzla nr. 754):

Það er komið að kvikmynd kvöldsins, og þá verða að vera treilerar:



Comedian.



Thundercats.



The last man on earth.

Kvikmynd kvöldsins:

Creature from the haunted sea, frá 1961.



Eins og gefur að skilja er þessi mynd mikið dramatískt snilldarverk, vegna þess að allar svarthvítar myndir eru mikil dramatísk snilldarverk. Þess vegna eru þær svarthvítar, því þær eru svo mikið drama. Kvikmynd er alltaf einu skrefi nær því að fá óskarinn ef hún er svarthvít. Líka ef hún er svona hálftíma of löng. Reyndar, hver mínúta sem kvikmynd fer yfir 90 mínútur gefur stig hjá akademíunni.

Allt í lagi, skrímslið lítur út eins og Homer Simpson með þara á hausnum. Þetta er samt alveg áhorfanleg mynd, svona næstum, en mest vegna þess að hún er ekki nema 74 mínútur að lengd. Sko, auka korter... það væri slæmt. Samt var orginal útgáfan 10 mínútum styttri.

Þessi mynd hefur það allt: bát, skrímsli, fólksvagen og fjársjóð.

Allt í lagi, það er kannski ekki allt, en það er allt mjög mikilvægt.

Kvót:

Mary Belle: You made that monster up out of thin air! Now don't try to tell me it's real. I'm not that stupid.
Peter: Well, I am!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli