fimmtudagur, janúar 15, 2009

Dagur 317 ár 4 (dagur 1777, færzla nr. 755):

Reynir var á leið til útlanda seinast þegar ég heyrði í honum. Ætli hann sé í útlandi núna? Noregi, kannski?

Satt að segja athugaði ég ekki að spyrja hann nákvæmlega hvar hann verður næstu 4 vikurnar, en það er einhversstaðar þarna utan lands. Það ku vera erfitt að fá vinnu sem rafvirki innan lands.

Hann sagði mér um daginn að það væri hægt að fá vinnu í álverinu, en það var víst ekki nóg fyrir okkar mann, því hann skuldar skyndilega svo mikið, og kærir sig ekki um að fara á hausinn. Að auki ku auðveldara að komast í álverið ef maður er kvenkyns. Þarf nánast ekkert að vita að uppfylltu því skilyrði.

Kona: því við Íslendingar höfum enga negra.

Ég held það eigi enn að vera hægt að komast í djobb á Reyðarfirði. Kíki kannski á það í sumar.

***

Það hefur svolítið verið talað um lýðræði undanfarið. Að gefnu tilefni held ég að fólk viti almennt ekki hvað það er:

Hér taka sumir þátt í prófkjörum, þar sem raðað er upp á lista innan flokkanna eftir forskrift flokkanna sjálfra.

þ.e: flokkarnir gefa út í hvaða sæti menn mega og mega ekki bjóða sig fram í, þeir fara eftir því að mestu og fáeinir af kjósendum þessara flokka raða þeim í nokkurnvegin þau sæti sem þeir vilja.

Svo fara fram kosningar, sem enda alltaf nokkurnvegin eins, því fólk heldur með þeim eins og það heldur með fótboltaliðunum sínum. Að því loknu rotta flokkarnir sig saman í stjórnir, alveg óháð kjósendum, og safnast í fylkingar sem fá borgað fyrir að vera skráð á þing.

Að vera á þingi er eina vinnan sem maður er ekki rekinn úr fyrir að mæta hvorki né vinna.

Nú, svo þegar búið er að kjósa og flokkarnir búnir að koma sér fyrir, þá koma stjórnendur þeirra flokka sem flesta kjósendur hafa saman og stjórna öllu.

Sem sagt, einræði.

Það hefði verið hægt að spara fullt af pening og kjósa bara einn einræðisherra. Alltaf á 4 ára fresti. Það hefði verið alveg jafn lýðræðislegt og kerfið sem við erum með núna (og verðum með eftir 10 ár, grunar mig.)

Það hefur svosem verið sagt að lýðræði virki ekki. það er alveg rétt, að vissu leiti. Sjáum bara Sviss. Þar er kosið um allan fjandann. Sem er að vissu leiti gott, en getur líka verið óþolandi. Þar má til dæmis ekki þvo bílinn sinn, hengja út þvott eða slá gras á Sunnudögum; og það er að auki ólöglegt að framleiða, selja, eiga eða bara geya Absinth, en það má drekka það. (svona eins og vændislögin, ekki satt?)

Svona lagað kemst í lög þegar það er lýðræði. Sem segir okkur það að lýðurinn í Sviss hefur of mikil völd.

Að vísu fylgir þetta öllum stjórnkerfum sem fá of mikil völd:

Í Svíþjóð má ekki mmála húsið sitt nema hafa málningarleyfi, og þar er bara þingræði - ólíkt okkur. Í Noregi þarf að kaupa sérstakt sjánvarpsleyfi til að eiga sjóvarp, og annað til að eiga vídjótæki. Í Kanada er ólöglegt að príla í trjám, í Danmörku er löglegt að brjótast úr fangelsi, og í Bretlandi telst það hryðjuverkl að taka upp farangur sem hefur verið skilinn eftir.

Ekkert af þessum löndum býr við fullkomið lýðræði, og öll hafa þau yfir að ráða löngum lista af dularfullum og fáráðlegum lögum, sem sumum er meira að segja farið eftir - í einhverju öðrum tilfellum er það hreinlega ómögulegt. Mikið af Dönskum umferðarlögum er til dæmis þannig.

Ástæðan er mér augljós: kerfin eru að stjórna hlutum sem þau eiga ekkert með að stjórna. Hvað hefur annað fólk, Ríkið eða sveitarfélög til dæmis með það að gera hvort eða hvenær eða hvernig einhver málar húsið sitt? Eða hvort einhver á sjónvarp eða prílar upp í tré?

Það á ekkert heima á neinu þingi, í lögum eða skal nokkurntíma fara til kosninga. Fólk getur bara átt það við sig sjálft hvort það kaupir sér sjónvarp til að horfa á milli þess sem það málar húsið sitt og prílar í trjám.

Hér á landi hefur mikil áherzla verið lögð á að banna fólki að drekka brennivín, taka í nefið, skjóta meindýr og hvaðeina annað, neyzlustýring hefur verið reynd frá því í einokuninni með afar slæmum afleiðingum fyrir landsmenn, og allskyns vitleysu.

Svo ég legg til lausn:

Ekki kjósa um það ef það hefur ekki áhrif á stærri hóp en einn mann eða tvo. Góð þumalputtaregla fyrir bæi er, að ef það hefur áhrif á helming manna í meðalstórri götu þá ættu íbúarnir þar að kjósa um það, ef það hefur áhrif á meira en eina götu ættu allir bæjarbúar að kjósa um það, og ef það hefur áhrif á 15% landsmanna ættu allir að kjósa um það.

Annars á það bara að vera löglegt, sama hvað það er.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli