fimmtudagur, mars 06, 2008

Dagur 2 ár 4 (dagur 1462, færzla nr. 659):

Sá það var hægt að fá páskaöl. Páskaöl. Það var nú ágætt. Jæja, varð að prófa það. Það er svosem hugsanlegt að ég hafi smakkað það einhverntíma áður, en gleymt því.

En var ölið páskalegt? Æ, ég veit ekki. En það var smá gult bragð af því. Ég er á því. Ef maður ætti að ímynda sér hvernig gult væri á bragðið, þá væri það ósköp keimlíkt. Kannski með minna gosi samt.

Já. Þetta var svona eins og safi kreistur úr páskaungum á bragðið. Þannig einhvernvegin var þetta. Jólaölið fannst mér betra. Og maður fær ekki upp í hugann einhvern kreistandi safa úr páskaungum oní fötu þegar maður er að drekka það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli