mánudagur, mars 10, 2008

Dagur 6 ár 4 (dagur 1466, færzla nr. 661):

Í ljósi þess hve bensín er að verða dýrt, þá er spurning að splæsa á einn svona: Reva.

Verst hvað bíllinn er ógeðslega dýr: næstum 1.800.000 fyrir grunntýpuna. Það er svona 1.000.000 of mikið. Þetta er framleitt á Indlandi! Hvernig tollar eru eiginlega á þessu? Söluskatturinn er bara sa´sami og á öllu öðru. Sem leiðir hugann að hve mikið rafhlöður eiginlega kosta.

En: Hann gengur ekki fyrir bensíni. Sem er gott ef maður er í Eyjum, eða í litlum kaupstað úti á landi, vegna þess að hann á að komast allt að 80 km. Sem er ekki mikið í borg óttans, en alveg skítnóg úti á landi. Nema maður hafi hugsað sér að keyra frá Akureyri til dalvíkur. Þá er þetta ansi glatað farartæki.

Og 670 kílóa bíl þarf líklega að tjóðra í verstu veðrunum.

Hmm... ekkert bensín...



Þetta er ljótur andskoti. Og dýr. Rán-dýr.

Kostir: ódýr í akstri. Ókostir: stærð, útlit, drægi og verð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli