fimmtudagur, mars 13, 2008

Dagur 9 ár 4 (dagur 1469, færzla nr. 662):

Ég fékk svar hjá JPV núna áðan. "Nei takk," sögðu þeir. Engum sögum fer af hvernig þeim líkaði. Þá er bara að simsöbba á nokkra aðila. Nyhil lofar góðu. Hljómar amk mjög schlock-lega eitthvað.

Annars eru fórnarlömb mánaðarins: Nýhil, Ormstunga og Uppheimar. Ef það gengur ekki... ja, ég hlýt að geta skrifað eitthvað aðeins barn-vænna, og prófað setberg.

Ég geri mér fulla grein fyrir að ég skrifa pulp. Ég gæti keppt við Henri Vernes. Eða þennan Hugleik. Og allt sem ég skrifa er sjálf-auglýsandi. Ég verð auglýstur í dægurmálaútvarpi Rásar 2, kvörtunardeild. Fokk je!

Kannski verður bókin svo bönnuð. Það væri töff. En fyrst þyrfti hún náttúrlega að koma út.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli