sunnudagur, janúar 09, 2005

Dagur 311:

Glápti á Silfur Egils áðan.

Þessi gæi var þar að reyna að réttlæta tilvist Symfóníuhljómsveitar íslands. SÍ stendur ekki undir sér fjárhagslega, og verður að fá fullt af styrkjum til að ganga upp.

Gæinn hjá Agli hélt því fram, að tónlist á Íslandi afkastaði 1% af þjóðartekjum Íslands. Gott og vel. Gefum okkur það. Symfónían étur upp pening, en gefur ekkert af sér. Það er vitað. Svo symfónían er ekki hluti af þessu 1%, heldur mínus stærð á þessu 1%. Þá kemur semsagt meira inn gegnum íslenska músík en kallinn segir.

Kallinn segir líka að symfónían sé góð fyrir tónlistarskólana. Má vera. En ekki allir sem læra tónlist fara í symfóníuna. Sumir fara í hljómsveitir sem gefa af sér pening. Get ég nefnt í því sambandi hina margfrægu en að mínu viti ömurlegu hljómsveit Sigurrós, sem er full af liði sem kann á hljóðfæri, ekki ósvipað liðinu sem er í Symfóníunni.

Hvað annað gengur vel í útlandann? Mínus... Maus, hef ég heyrt, Quarashi - það er a.m.k einn gæi þar sem kann á eitthvað hljóðfæri. Man ekki eftir meiru, fylgist ekki það vel með.

Nú vilja örugglega margir benda mér á að klassísk tónlist er spiluð með fiðlum og sellóum og slíku dóti sem er ekki notað við iðkun neinnar annarrar tónlistar, og þeir sem kenna á slík tæki yrðu þá sennilega atvinnulausir.

Nú veit ég hinsvegar ekki betur en pönkarinn Magga Stína spili á fiðlu, og gæinn í Todmobile spilar á ... stórt strengjahljóðfæri af gerð mér alls ókunnri. Ég hef meira að segja nýlega heyrt í sembal, og það var ekki í neinu klassísku tónverki frá 18. öld heldur.

En sem sagt, Symfónían er enginn sérstakur grundvöllur fyrir tónlistarskólana. Reyndar virðist mér það væri best ef liðið færi bara inn í næsta bílskúr til að æfa einhverja músík sem Bakk og Mósart hafa ekki komið nálægt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli