mánudagur, janúar 17, 2005

Dagur 319:

-Þessi orð dæma sig auðvita sjálf-

Var að hugsa:

Afhverju er það "Bóksali"? Afhverju ekki "Bókasali"?
Eins og það er "Fasteignasali", en ekki "Fasteignsali". Afhverju sleppa þessu "a"?

Ég veit ekki.

Þetta er eins og með mexíkanana hér í denn. Nú heita þeir víst ekki lengur mexíkanar. Veit ei af hverju. Það hljómaði vel. Það hljómaði "rétt".

"Mexíkói" hljómar ekki rétt. Nei. Því út frá því, hlýtur maður að kalla ameríkana "ameríkóa", ekki satt? Þetta er af sama stofni, hefur mér ætíð sýnst.

Og ekki má þá stytta það í "kanann" lengur, það verður að vera "kóinn". Það er bara rangt, á 200 mismunandi vegu er ég viss um.

En versta orðabrenglingin varð þegar "þeir" - þá í merkingunni ekki ég eða neinn sem ég þekki - breyttu "peningaþvotti" í "peningaþvætti". Og svo eru menn látnir komast upp með þetta! Hvað á þetta að fyrirstilla?

Nú, ef þetta á að viðgangast, á maður þá ekki að fara með óhreyna tauið í þvættavélina og nota þvættaefni? Þvættingur.

Nei, segi ég.

Fyrir mér mega mexíkanskir bókasalar þvo peninga. Það angrar mig ekki neitt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli