föstudagur, janúar 14, 2005

Dagur 316:

Hef verið að fylgjast með samgöngum til eyja með öðru eyranu. Sá til dæmis í blaðinu um daginn hugmyndir um að koma upp ferðum með loftskipi, svona zeppelin/goodyear tæki, í stað Herjólfs.

Nú, fyrir þá sem komu með þá hugmynd, er ég með eitt orð: Ófært.

Það vill nefnilega svo skemmtilega til, að á svæðinu milli lands og eyja vill verða ansi vindasamt stundum, 8-12 vindstig. Giska ég á að afar léttur hlutur með stórt yfirborð, eins og loftskip, myndi auðveldlega fjúka, jafnvel alla leið til grænlands í slíku veðri.

Á meðan slíkt veður stæði yfir, yrðu því ferðir að A: bjóðast hvert sem er undan vindi, eða B: leggjast niður.

Flugfélagið getur flogið í allt að 8 vindstigum, gefið að vindur sé bæði stöðugur, þ.e. komi ekki í einhverjum brjálæðislegum viðum, og sé beint á braut. Loftskip þarf á logni að halda, helst, til að það taki ekki mánuð að fara á milli.

Hugmyndin um göng, hinsvegar, hefur á sér þá gagnrýni að hún sé dýr - sem mér finnst della. Ef það eru til 800 millur fyrir sendiráði í þýskalandi sem við þurfum ekki (betra væri að notast við ræðismann þar, það kosta ekkert), þá höfum við efni á 20 milljarða göngum sem við þurfum.

Loftskip???

Engin ummæli:

Skrifa ummæli