miðvikudagur, janúar 19, 2005

Dagur 321:

Hagfræði 001:

Ríkið er að láta smíða fyrir sig stíflu. Stíflan kostar X mikinn pening, og vinnan við hana kostar Y mikinn pening.

Svo Ríkið bíður stíflugerðina út, og viti menn, X er bara föst tala sem ekki verður breytt, en, Y, það er hægt að lagfæra:

Fyrirtæki A er íslenskt, og ræður íslenskt vinnuafl til stíflugerðar. Fyrirtækið borgar hverjum verkamanni 200.000 krónur á mánuði.

Fyrirtæki B er líka íslenskt, en það ræður pólverja, sem taka jobbið að sér fyrir einungis 120.000 krónur.

Fyrirtæki C er ítalskt, og það ræður kínverja sem taka þetta að sér fyrir 60.000 kall.

Förum nú yfir þetta:

Af 200.000 kr er tekinn 38% skattur. Þannig að í raun er ríkið bara að borga hverjum íslending 124.000. Íslendingar eiga það til að eyða megninu af sínum pening innanlands, og það þýðir að þeir eru að greiða að jafnaði 20% í söluskatt af öllum laununum sínum, tolla og vörugjöld og hvaðeina, og það reiknast til 35-40% af öllum þeirra pening. Það er 80.600 - 68.200 á mánuði sem ríkið er í raun og veru að greiða þeim. Þar að auki, þar sem þeim fjármunum er eitt innan lands, þá ýta þeir undir hagkerfið og skapa vinnu, svo fleiri geta borgað þessi 38%, sem þýðir að á endanum hagnast ríkið.

Af 120.000 kalli er tekinn 10% skattur. Þannig að í raun er ríkið að borga hverjum pólverja 108.000 kall. Pólverjar fara með allan sinn pening til Póllands, þannig að ríkið er í raun að greiða 108.000 krónur. Þar sem allur þessi peningur fer úr landi, skapast engin störf í kringum hann, og ríkið fær ekkert til baka annað en þessi 10%.

Af 60.000 kalli er enginn skattur tekinn. Sá peningur fer beint til Kína. Sem leiðir til uppbyggingar í Kína, sem er, svo framarlega sem ég veit, eitthvað land í asíu.

Ef þú værir ríkið, hvað myndir þú velja?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli