laugardagur, september 15, 2007

Dagur 204 ár 4 (dagur 1289, færzla nr. 585):

Í dag fór ég og tékkaði á Hamborgarabúllunni. Þessari sem var keyrt á um daginn. Þar var að verki, skilst mér, einhver kunningi hans Óskars á vellinum.

Hamborgarabúllan er alveg agalega lítill staður, maður situr bókstaflega við kliðina á grillinu. Ég lykta enn eins og hamborgari.

Þetta var alveg ágætis borgari, svosem, þykkur og mikill. Alveg hellingur af tómatsósu. Kannski einum of. Þetta er sennilega ideal þynnkumatur. En nú drakk ég bara ekki það mikið í gær...

En hvað um það, alveg í meðallagi. Sem þýðir, hann er betri en Macdónalds.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli