sunnudagur, september 30, 2007

Dagur 219 ár 4 (dagur 1304, færzla nr. 591):

Fór í bíó áðan. Bara af því það var ódýrt - og það að ég hafði ekkert sérstakt að gera spilaði örlítið inní. Fékk mér popp, og það var brimsalt.

Sá hið eilífa listaverk "3:10 til Yuma". Það er svona beljudrengjamynd, með öllu. Það voru í henni indjánar. Þrír, nákvæmlega. Það vantaði bara svona kaktus, og þá hefði allt verið komið. Góði kallinn var með hvítan hatt, og sá vondi með svartan, og svo borðuðu þeir baunir og sváfu við varðeld. Þið þekkið þetta. En enginn kaktus.

Það var ekkert slæm mynd, mikið skotið í henni. Sem er náttúrlega hinn definitive mælikvarði á gæði kvikmynda... nú, og sprengingar. Verða að vera svoleiðis. það var þarna sena í byrjuninni með póstvagni. Ég var alltaf að bíða eftir að einhver myndi skjóta gat á bensíntankinn á honum. það hefði einhvernvegin bara verið í takt við allt sem gekk á í því atriði.

Semsagt, sjáið þessa áður en þið komið auga á treilerinn í sjónvarpinu. Ég hlýt að hafa misst af honum. Enda er þetta eina kvikmynd í bíó núna sem ég hef ekki séð auglýsta.

Þetta popp var stórlega allt of salt...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli