þriðjudagur, september 18, 2007

Dagur 207 ár 4 (dagur 1292, færzla nr. 586):

Lélega kvikmynd kvöldsins er White zombie frá 1932. Það er ekkert sérlega slæm kvikmynd, miðað við ímislegt annað sem ég hef séð. Það skemmir ekki fyrir að ræman er bara rétt yfir klukkutími á lengd.

Hvað um það. Það er þarna Illur sykurframleiðandi, sem er búinn að breyta öllum sem honum er illa við í uppvakninga sem hann lætur svo vinna við að búa til sykur. Vegna þess að hann er Vúdú sykurframleiðandi! Og það líka er nýgift par í fríi. Ekkert vúdú við það. Og það eru uppvakningar. Og skuggalegur kastali á bjargbrún. var ég búinn að segja að þetta tekur bara rúman klukkutíma?



... og af youtube.

Helsta tilkall þessarar kvikmyndar til frægðar er nafnið, því einhverjum líkaði það vel, og notaði það á hljómsveitina sína. Meira youtube. og enn meira youtube. Það er helst að hljómsveitin sé þekktari en myndin.

Samt, alveg þokkaleg mynd, og ekkert mikið lengri en venjulegur sjónvarpsþáttur - með auglýsingum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli