föstudagur, september 21, 2007

Dagur 210 ár 4 (dagur 1295, færzla nr. 587):

Sá einhverja Rússneska ræmu áðan - Konets Sankt-Peterburga frá 1927. Sko, í fyrsta lagi er myndin eins og hún hafi verið edituð saman af einhverjum á spítti. Ekkert atriði er lengra en 2 sekúndur. Sem verður mjög ringlandi eftir smá stund.

Svo er lokaatriðið. En til að fatta það almennilega:

Myndin byrjar á einhverjum sveltandi bændum. Svo flytja þeir í borgina, og rétt hafa efni á einu brauði, og lifa þessvegna við hungurmörk - en eru samt furði feitir. Þeir eru mjög pirraðir á þessu, svo yfirvöld ákveða að fara í stríð til að kýla upp móralinn.

Hérna strax fer myndin að verða súr. Helst er þó að skilja að kommúnistar nái völdum. Gleði, gleði.

Loks endar myndin á að kona aðalsöguhetjunnar kemur að hálfdauðum manni úti á götu. Hún er með fötu fulla af kartöflum. Á meðan hún er að sinna manninum, koma menn og laumast til að snæða nokkrar kartöflur. Hún tekur eftir því, og á endanum gefur hún öllum á götunni kartöflurnar. Þá á hún engar kartöflur.

Svo fer hún í kirkju. Þar eru nokkrir illilegir menn, og þegar þeir sjá að hún á engar kartöflur, þá verða þeir allir mjög glaðir.

Og ég spyr mig: var kvikmyndagerðarmaðurinn að reyna að segja eitthvað?

Ég meina, fyrst á kellingin þó eitt brauð af og til, og nú á hún engar kartöflur.

***

Að öðru hagfræðilegu máli:

Löggan var að bösta nokkra menn fyrir að flytja til landsins 60 kíló af spítti. Sjá má útlistun á því máli á forsíðum blaðanna. Afar lúðalegt allt saman: 48.000 löggur í 300 löndum komu að málinu, 4 skriðdrekar mættu á svæðið, 2 færanlegir eldflaugaskotpallar með ICBM, það kom skip, og 1 tuðra. Einn upplásinn bátur. Einn. Jæja.

Ég yppi bara öxlum.

Ég spyr bara hvort þetta sé í raun eins gott atvik og allir virðast halda?

Förum bara yfir málið:

Hækkar þá ekki verð á spítti? Ef ekki, þá er offramboð. Hafa skal í huga að hægt er að framleiða spítt heima hjá sér hafi maður vit á slíku. Ég myndi bara rabba við efnafræðideildina og sjá hvað þeir hafa að segja um málið. Og ef verð hækkar, er það þá í raun gott? Ég held ekki - því neytendurnir stela þá bara meira.

60 kíló er heldur ekkert lítið magn. Það tekur þetta enginn í aðra nösina. Á móti hef ég ekki hugmynd um hvað menn taka mikið af þessu, en ég veit líka að þetta er ekkert líkt hveiti. Ég get semsagt ekkert reiknað út hvað það tæki casual helgar-neytanda langan tíma að anda þessu öllu að sér.

En hvað um það, þetta efni var ekkert ókeypis, sem þýðir að hér var gífurlegt peningamagn að hverfa úr landi. Og hvert fer það nú? Á haugana.

Og svo kostar sitt að sigla þessu skipi, að ég tali nú ekki um þessa merkis tuðru. Og að senda allar löggur á landinu og helminginn af öllum löggum í evrópu á staðinn, það kostar.

Og hver borgar?

Almenningur. Ekki dópistar. Almenningur. Löggan fær greitt af skattfé, dópistar líka, og þeir ræna líka húsmunum og bílútvörpum.

Hver græðir á þessu? Fréttamenn hafa gaman af þessu um stund, en þeir græða ekkert, ekki þannig. Sjoppan á Fáskrúðsfirði græðir á öllum þessum löggum. Nema þeir hafi með sér nesti. Það hefur komið með tuðrunni.

Já...

Mér sýnist ljóst má að fleiri tapa á þessu máli en hagnast. Ef gaurarnir hefðu komið stöffinu inn í landið þá hefðu þeir þó hagnast, minna skattfé sem því nemur hefði farið í handtöku þeirra og gæsluvarðhald, mikið af þeim fjármunum sem þeir hefðu fengið fyrir góssið hefði borist inn í ríkiskassann gegnum söluskatt, tolla og vörugjöld, og við hefðum heldur ekki þurft að punga út siglingu varðskipsins og þessarar einu tuðru.

Í raun hefði verið betra að leyfa þessum þrjótum að komast upp með þetta. (Þetta eru bófar, ekki bjóða þeim í te.)

Það sem ekki breytist, er að dópistar halda áfram að vera dópistar. Verðið á efnunum hækkar aðeins og lækkar, varðar ekkert um það, þeir bara kaupa. Eiga alltaf nóg af annarra manna pening.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli