mánudagur, september 24, 2007

Dagur 213 ár 4 (dagur 1298, færzla nr. 588):

Hvernig á að elda kjúklingabringur.

Maður tekur bringuna, og sker í hana raufar, báðu megin, og stráir yfir þær pipar, season all, karrý... hinu og þessu kryddi.

Á meðan hitar maður pönnu. Ekki á fullu blasti eins og sumir, heldur bara nóg til að hita pönnuna almennilega. Maður bræðir smá smjör á pönnunni, og leggur kjúklingabringuna á hana. Ef það er of mikill hiti þá snarkar í smjörinu, ef það er nægur hiti bráðnar það bara fljótlega.

Nú er góður tími til að hita ofninn. Upp í svona 200 gráður, cirka.

Þegar bringan hefur verið brúnuð báðum megin, er hún sett inní ofninn. Hér er ágætt að byrja á hinni bringunni. Hún er matreidd eins. (Þetta geri ég því að 1: pannan er ekki mjög stór, og 2: matartíminn verður lengri.)

Svo er að hafa hrísgrjóni til. Mér er alveg sama þó þau komi í pokum sem má sjóða, og það standi í leiðbeiningunum, sjóðið hrísgrjónin í X miklu vatni í pokanum. Það erbara ekki þannig sem ég geri hlutina. Ég mæli þau í bolla, eða litlu glasi - 100-120 cc af hrísgrjónum er alveg nóg. Það fer út í 220-250 cc af vatni.

Fyrst setur maður vatnið í kastarolu, setur smá salt útí, smá smjör, og gott er að setja líka út í það sojasósu. Svo, þegar vatnið sýður, þá hellir maður öllum hrísgrjónunum útí, og lækkar aðeins hitann. Þetta mallar svo á meðan bringurnar eru í ofninum - í 10 mínútur - korter. Þetta tekur bara þann tíma sem það tekur.

Þegar allt vatnið er gufað upp af grjónunum eru þau tilbúin. Það eru yfirleitt holur á yfirborðinu með reglulegu millibili þar sem gufa hefur risið upp. Mjög sniðugt allt saman.

Grjónunum skal dempt á disk og fyrri bringan sett einhverstaðar þarna með - ofaná grónin, við hliðina á þeim, einhverstaðar. Bringan fer afar vel með grjónunum. Svo þegar fyrri bringan er uppurin, þá er bara að ná í hina inn í ofn. Það eiga að vera næg grjón.

Allt í einu langar mig í vatn...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli