þriðjudagur, apríl 08, 2008

Dagur 35 ár 4 (dagur 1495, færzla nr. 670):

Rabbaði aftur við útgefandann. Hann var enn að skoða þetta. Fannst helst sögunni til foráttu hve yfirgengilega ofbeldisfull hún er. Kem aftur að því eftir svona tvær vikur. Hún sker sig líka úr á nokkra aðra vegu, sem hann týndi nú ekki til.

Svo var það líka markhópurinn sem ég benti á þegar ég sendi hana af stað, sem hann efaðist um. 14 ára og þar um kring, minnir mig að ég hafi sagt. Sem stemmir, miðað við reynzlu mína af því að vera 14 ára.

Tár, bros & takkaskór? Ekki mín deild. Hálfur haus uppi ljósakrónu? Það fílar þetta 14 ára lið. Þeir sem ég þekkti lásu Morgan Kane og Alistair MacLean, ef þeir nenntu þá að lesa eitthvað.

Ekki nenni ég mikið að skrifa hefðbundna glæasögu. Það er allt of félagslega raunsætt fyrir mig. Las einusinni Rebus, sem var allt um raunir þessa skoska gæja. Allt. Þegar ég var hálfnaður var morðið löngu gleymt, og öllum sama um það.

Og það sem kemur sjónvarpi... úff! Tómar skapvondar einstæðar mæður forræðisdeilum, grátt fólk, ofur-plebbar sem eiga hest og landcrusherjeppa, og eiga í forræðisdeilum við skapvondar einstæðar mæður. Af hverju kemur ekki morðnginn og myrðir þetta fólk? (Í minni sögu gerir hann það) Því þetta eru aðalhetjurnar! Fokk!

Ein spurning: af hverju eru allir íslenskir glæpaþættir SVARTHVÍTIR?!?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli